- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
27

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

27

og lýsir ítarlega jöklinum, yfirborði hans, sprungum og
ísþúf-um1. Frá Kalmannstungu fóru þeir nú báðir í Surtshelli og
skoðuðu hann rækilega og mældu, svo ekki hefir það verið
betur gjört síðan. Þaðan fóru þeir félagar niður sveitir vestan
Hvítár og svo vestur í Dali, því næst um Barðastrandarsýslu
og fundu hjá Brjámslæk hin fomu steingjörvu blaðför í leir
milli surtarbrandslaga og var það mjög þýðingarmikil
upp-götvun fyrir jarðfræði Islands. Því næst ferðuðust þeir um
Vestfirði allt vestur að Isafjarðardjúpi og sneru þar aptur, fóru
sjóveg yfir Breiðafjörð í Stykkishólm og skildu þar, varð
Egg-ert eptir vestra, en Bjarni kom suður í Viðey 6. október;
kom Eggert svo suður á eptir og dvöldu þeir báðir i Viðey
um veturinn. Þetta haust dó fóstri Eggerts Guðmundur
sýslu-maður Sigurðsson snögglega undir borðum á Síaðarstað og
orti Eggert eptir hann og reit æfiminningu hans2.

r

A ferðum sínum sendu þeir Eggert stöðugt skýrslur
um ferðir sínar og athuganir til vísindafélagsins í
Kaup-mannahöfn og alla þá náttúrugripi, sem þeir gátu náð
í. I nóvembermánuði 1753 las prófessor Buchwald
yfirlits-skýrslu um rannsóknir Eggerts og Bjarna fyrir vísindafélaginu
og lagði fram skrár yfir jurtir og aðra náttúrugripi, sem þeir
höfðu safnað; þótti þetta allt mjög merkilegt, enda komu nú í
fyrsta sinn fvrir sjónir manna yfirgripsmiklar athuganir um

t r

náttúru Islands með því vísindasniði er þá var títt. Agrip
af skýrslu þessari var prentað í dönskum og útlendum
tíma-ritum3. Sem dæmi um skýrslur þessar set eg hér ágrip af
innihaldi hinnar fyrstu. í’ar er talað um jurtir, er þeir hafa

/) Rejse gjennem Island I, bts. 86 — 102.

2) Kvæði, bls. 109—110. Eggert Olafsson: Nnockrar
hughreyste-legar harmataulur efter agætan mann Guðmund íSigurðarson vestan frá
Ingjalldshole a Snæfells Nese; er fyrst XII vísna flockr oc þula fyre
framan; þá fylger stutt tala um líf oc dauða vísra og skamvísra manna;
en sijðurst er æue hans. Kmh. 1755, 8vo. Ritd. um pésa þenna er í
Kiöbenhavnske Nye Tidender om lærde og curieuse Sager 1755, bls.
165- 168.

3) Kjöbenhavns nye Tidender for lærde og curieuse Sager 1753,
bls. 361-64. 369—71. Schleswig-Holsteinsche Anzeigen 1754, bls. 130
-31, 273; 1755, bls. 755-58.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free