- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
33

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

33

í kirkjusögunni, sem kennd er við föður hans og ekki sízt
fyrir hina ágætu alþýðubók »Kvöldvökurnar«, sem eru flestum
kunnar. Hannes fékkst og nokkuð við náttúruvísindi einkum
grasafræði og naut hann tilsagnar Bjarna 1 þeirri grein og voru
þeir jafnan vinir síðan. Hannes Finnsson reit og ýmislegt er
bein-línis snertir lýsing landsins, t. d. um Heklugosið 1766, um
akur-yrkju á íslandi, um Gullbringusýslu og ennfremur ágætar
rit-gjörðir um brennisteinsverzlun á Islandi og um mannfækkun
af hallærum; þar lýsir hann meðal annars allítarlega
jarð-skjálftunum 1784. Allar hafa þessar ritgjörðir ennþá fullt
gildi og eru þýðingarmiklar hver i sinni röð1. Hannes biskup
var að öllu hinn merkasti maður.

f*að er mælt að fátt hafi verið með þeim Eggerti Olafs-

syni og Hannesi Finnssyni, bar þeim ýmislegt til sundur-

lyndis2, báðir voru stórhuga og vildu gjöra landinu sem mest

gagn, en ekki voru þeir á eitt sáttir um veginn, sem fara

skyldi. Eggert var rammíslenzkur í anda og vildi halda öll-

t

um fornum venjum og öllu er einkenndi þjóðerni Islendinga,
t

vildi hann láta Islendinga búa mest að sínu og hlúa að öllu
innlendu sem bezt, en ekki vildi hann láta flytja útlenda siði
1 landið eða breyta öðru í atvinnuvegum og atferli manna

’) Hannes Finnsson (Hans Finnsen): Efterretning om Tildragelserne
ved Bjerget Hekla udi Island i April og fölgende Maaneder 1766.
Kbhavn 1767, 8vo. Breve om Agerdyrkningens Mulighed i Island.
Kbhavn 1772, 68 bls., 8vo (á íslenzku í ísafold VII, 1880. bls. 101 —
104, 105—108. 113—116, 125—128). Sbr. Lbs. 313-4°. í ritum hins
íslenzka lærdómslista félags: Um brennusteins nám og kaupverzlan í
tíð Friðriks annars Dana konungs IV, bls. 1—48. Um barnadauða á
Islandi V, bls. 115—142. Um mannfækkun af hallærum á íslandi XIV,
bls. 30 226. Om Folkemængdens Formindskelse ved Uaar i Island.
Oversat ved Haldor Einarsen. Kbhavn 1831, 8vo Historisk Beskrivelse
af Guldbringe Syssel, Vidö Kloster, Bessestad o. s. frv. (brot). Hdrs.
J. S. nr. 446-4°.

3) Það er mælt hvort sem það er satt eður eigi. að Eggert
ólafs-son hafi á ferð beðið Margrétar Finnsdóttur. systur Hannesar, en sagt
henni svo upp; giptist bún síðar (1758) Jóni Teitssyni presti í
Gaul-verjabæ. er seinna varð biskup á Hólum. Þessi brygðmæli Eggerts er
mælt að hafi meðal annars orðið óvildarefni milli þeirra Hannesar.
’Æfisaga Margrétar Finnsdóttur* er prentuð í Leirárgörðum 1797. 8vo.

B

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free