- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
35

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

35

almenningur var alveg óvanur þesskonar embættum. Bjarni
Pálsson er höfundur og faðir hinnar íslenzku læknaskipunar
og á landið honum í því efni mikið að þakka, en hér getum
vér ekki skýrt frá hvað hann afrekaði. Þess má þó geta, að
hann kenndi mörgum læknisfræði, kom á fjórðungslæknum,
stofnaði hina fyrstu lyfjabúð, útvegaði danska ljósmóður og
kenndi íslenzkum konum yfirsetukvennafræði; hann reyndi
og að koma á íslenzkum spitala, en fékk því ekki framgengt.
Bjarni lagði grundvöllinn til allrar læknaskipunar á Islandi og
var þó við ramman reip að draga, því allt vantaði og stjórn,
embættismenn og alþ)’ða voru fremur treg til umbóta. Auk
þess var Bjarna mjög mikið leitað af sjúklingum og varð hann
að halda marga þeirra heima hjá sér þegar ýmsar sóttir
gengu, af því enginn spítali var til; Bjarni varð opt að fara
örðugar vosferðir landshorna á milli og var hann mjög
gegn-inn, þó hann opt sjálfur væri mjög veikur. í’að var
ómögu-legt að nokkur maður þyldi slíkt, enda varð Bjarni mjög
heilsulaus seinni hluta æfi sinnar og varð fyrir miklum
áköst-um af megnustu flogaveiki, og af þeirri veiki dó hann 8.
sept-ember 1779 að Nesi við Seltjörn. Bjarni Pálsson giptist 1.
júlí 1763 Rannveigu Skúladóttur fógeta og áttu þau saman 7
börn; Þórunn, sem 1795 giptist Sveini Pálssyni, var yngst
þeirra barna.

Eptir að Bjarni Pálsson varð landlæknir gat hann
eðli-lega ekki mikið fengist við rannsóknir eða vísindaleg ritstörf.
Allt sem snerti lýsingu ferðanna og hinn vísindalega árangur
þeirra, varð Eggert að takast á hendur, ferðabókin er því að
mestu leyti hans verk. Bjarni athugaði þó ýmislegt á
læknis-ferðum sínum; um haustið 1760 skoðaði hann þurraböðin
hjá Klofa og Þjórsárholti og skrifaði ritgjörð um nytsemi
þeirra. Sumarið 1762 gekk hann i annað sinn uppá Heklu
og reit skýrslu um þá ferð til vísindafélagsins danska 25.
sept. 17621. Sumarið 1761 fór Bjarni vestur að
Sauðlauks-dal til þess að hitta Eggert félaga sinn og lita yfir það, sem
búið var af ferðabókinni og um haustið kom Eggert aptur

’) Skýrsla þessi er enn til í bréfabók Bjarna Pátssonar, sem geymd
er i skjalasafni landlæknis í Reykjavík.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free