- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
36

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36

suður til Bjarna að Bessastöðum: voru þeir félagar mjög
sam-rýmdir og unnust mjög meðan þeir lifðu báðir.

Það er af Eggerti Ólafssyni að segja, að hatin þoldi eigi

vel loptslag i Danmörku og fékk leyfi til að flytja sig heim

til íslands 1760 til þess að hressa sig og betra heilsu sína og

var i fyrstu til ætlast, að hann væri þar aðeins einn vetur1.

Eggert fór frá Höfn með Patriksfjarðarskipi 13. mai2 og sett-

ist að í Sauðlauksdal hjá Birni Halldórssyni mági sínum

og Rannveigu systur sinni. Varð heilsa hans þar miklu betri

en í Höfn og er ekki getið um heilsulasleik hans síðar.

Bj’órn Halldórsson3 var hinn mesti merkismaður, lærður vel,

búmaður hinn mesti, ákaflega starfsamur og sómamaður i öllu;

hann var fæddur á Vogsósum 5. des. 1724, útskrifaðist úr

Skálholtsskóla 1745 og varð skrifari hjá Olafi sýslumanni
/

Arnasyni í Haga vorið 1746, varð síðan aðstoðarprestur í
Sauðlauksdal og fékk það brauð 1752, bjó þar fyrst
ókvænt-ur, en gekk 1756 að eiga Rannveigu Olafsdóttur frá
Svefn-eyjum og varð sama ár prófastur i Barðastrandarsjslu. í
Sauðlauksdal gjörði síra Björn miklar jarðabætur sem
kunn-ugt er og margar tilraunir með trjáplöntun og garðrækt; hann
ræktaði fyrstur manna kartöplur á Islandi 1759 og eptir það
fóru þær smátt og smátt að breiðast út um landið. Síra
Björn ritaði margt um búfræði og garðyrkju og eru sum rit
hans enn alkunnug hér á landi4; hann samdi einnig islenzka

’) Andvari I, bls. 177, 179.

’) Bjarni Pálsson reit þá í almanak sitt: »fór bróðir minn Eggert
um borð á Patriksfjarðarskipi, sómamaður hinn mesti, minn elskulegur
samþjón í 14 ár! valeat ocellus meus*. Æfisaga Bjarna Pálssonar,
bls. 56.

3) Æfi síra Bjarnar Halldórssonar samantekin af sira B.
Þorgríms-syni. Kaupmannahöfn 1799. 8vo, 36 bls. Minerva 1803 II, bls. 311—317,
Sœmimdur Eyjólfsson: Frá Birni prófasti Halldórssyni (Búnaðarit 1895
IX, bls. 1—40). póröur Sveinbjarnarson; Ágrip af æfi Bjarnar prófasts
Halldórssonar (Búnaðarrit suðuramtsins húss og bústjórnarfélags 1843,
I. bindis 2. deild, bls. 1—21). þar eru talin rit síra Björns, prentuð
og óprentuð.

4) Merkust af búfræðisritum síra Björns eru þessi: Atli: eður ráðagjörðir
yngismanns um búnað sinn, helst um jarðar og kvikfjárrækt, aðferð og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free