Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
46
landlæknir lagðist það verk á Eggert einn og lauk hann því
í Kaupmannahöfn 1766; þó kom bókin ekki út fvrr en 6
ár-um seinna 17721 og önnuðust þeir G. Schöning og Jón
Eiriks-son útgáfuna fyrir vísindafélagið. Þeir Jón Eiríksson og Suhm
lagfærðu stýlinn, en Schöning gjörði landsuppdrátt þann, sem
bókinni fylgir. Uppdráttur þessi er lagaður eptir korti Knopf’s
1734 og útgáfu af því er 0. M. Ranzau lét gefa út í
Núrn-berg 1761 en Schöning brevtti nöfnum og öðru eptir
fvrir-sögn Jóns Olafssonar frá Svefneyjum bróður Eggerts. Eins
og fyrr var getið, sendu þeir félagar Eggert og Bjarni
vísinda-félaginu útdrátt úr dagbókum sínum meðan á ferðinni stóð.
Dagbækurnar voru allítarlegar, en í ferðabókinni hefir Eggert
slept nærri helming af því, sem í þeim stóð, mestöllu því, sem
beinlínis snerti ferðalagið. en svo bætti hann mjög mörgu
við um landsháttu á Islandi og náttúru landsins. Bókinni er
skipt í 7 parta og er farið eptir héraðaskiptingu landsins, gjörir
auk registurs (60 bls.) og >Tilhang om de islandske Urter« (20 bls.).
Útgáfan er mjög vönduð og letrið stórt og gisið einsog þá var títt;
bækur frá þeim tíma sýnast því flestar stærri en bækur nú; 1122 bls.
í ferðabókinni samsvara hérumbil 800 bls. með því meginmálsletri sem
er á þessari bók (Lfrs. Isl.). Ferðabókin kom líka út á þýzku (útl. af
Geuss) Kmh. 1774—75. 2 bindi 4°. á frönsku (útl. af Gauthier de
Lappeyronie). Paris 1802, 5 bindi 8vo. Af hinni dönsku útgáfu
ferða-bókarinnar voru prentuð 550 eintök og þá strax fengust 300 áskrifendur
(C. Molbech: Vid. Selsk. Hist. bls. 175).
í hdrs. M. Stephensen’s nr. 55 fol. blað 163—68 eru athugasemdir
við ferðabókina >Til nærmere Betænkning udi E. Olafsens og B.
Povel-sen’s Reise igjennem Island«. Ritdómur um ferðabók Eggerts og Bjarna
stendur í Kiöbenhavns kgl. priviligerede Adresse-Contoirs Nye kritiske
Journal for 1774 bls. 303—342, en langur útdráttur í Sammlung der
besten und neuesten Reisebeschreibungfn in einem ausfúhrlichen
Auszuge. Berlin 1779, 19. Band, bls. 1—336. Ritgjörð um ísland samin
eptir ferðabókum Eggerts og Uno v. Troils er einnig í Hannoverisches
Magazin 18. Jahrg. 1780. Hannover 1781 bls. 1201 — 1214, 1218-1231.
í hdrs. bókmf. Kmh. nr. 8 fol. eru sumar dagbækur Eggerts og Bjarna,
þær er sendar voru vísindafélaginu. og er þar að nokkru sagt nánar
frá ferðalaginu en í hinni prentuðu ferðabók.
’) þennan tíma lá handritið hjá Rottböll, hafði vísindafélagið kosið
hann til þess að yfirlíta grasafræðina en M. Th. briinnich til að yfirfara
dýrafræðina í bókinni (C. Molbech: Vidensk. Selsk. Historie).
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>