- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
47

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

47

þetta töluverðan rugling á efninu, en úr því er nokkuð bætt
með góðu registri1. Bókinni fylgja 51 myndaspjöld; Eggert
Ólafsson og aðrir höfðu gjört enn fleiri myndir, en
útgefend-urnir völdu úr hið helzta. #Sumstaðar hefir Eggert farið fljótt
vfir þar sem hann ætlaði að skrifa sérstakar ritgjörðir t. d.
um íslenzk eldfjöll, um veðráttufar, um islenzk skordýr og
um íslenzkar jurtir, en einna ítarlegast segir hann frá
fjall-göngum þeirra, frá mannlifinu og dýralífinu.

Vér munum því næst reyna að setja saman stutt yfirlit
yfir störf þeirra Eggerts og benda á hið allra helzta af því er
vannst fyrir þekkinguna á landinu með ferðum þeirra einsog
það kemur fram í ferðabókinni. Þá má fyrst geta þess að aldrei
fyrr hafði verið skráð jafn ítarlegogyfirgripsmikil lýsingáíslandi.
I ferðabókinni er flestöllum byggðum lýst og nokkru af
óbyggð-um; þeir félagar gengu fyrstir manna á há fjöll, sem flestum
þá stóð stuggur af og skoðuðu jökla og eldfjöll er enginn
hafði áður kannað. Þeir mældu hæð nokkurra fjalla, sum
með hornamælingu (með astrolabio), sum með
loptþyngdar-mæli; í því efni voru menn þá stutt á veg komnir og eru
hæðamælingar þeirra allónákvæmar, en hjálpuðu þó til að
gefa yfirlit yfir landslag og hæðir. Eggert skiptir islenzkum
fjöllum í 4 flokka, lág kallar hann þau, sem eru 100 faðma,
meðalhá þau sem eru 300 faðmar, há 4—500 faðma og hin
hæztu, sem eru 1000 faðmar og þar yfir. Eggert sá það á
loptþyngdarmæli sínum, að fjöll á íslandi voru eigi svo geysi
há sem margir í þá daga hugðu, þó reiknaðist honum
Snæ-fellsjökull allt of hár G862 fet í stað 4577 fet, en
mælingar-aðferðin (með örstuttri grunnlínu og astrolabio) var heldur
ekki nærri nógu nákvæm, aptur á móti tókust þeim mælingar
með loptþyngdarmæli miklu betur. Fjölda mörgum ám og
vötnum er lýst í ferðabókinni og staðalýsingar eru þar margar
og landslagi lýst i hverri sýslu.

’) Margir hafa fundið til þess að niðurskipun efnisins í bókinni er
fremur óhentug. W. J. Hooker segir t. d. um hana: »a work containing
a vast store of information, but miserably deficient in arrangement*.
Jourual of a tour in Iceland in the summer 1809. 2. Ed. London 1813.
Vol. I, Introduction, bls. 81—82.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free