- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
52

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

52

færðust menn smátt og smátt um að jöklar á ísöldinni hefðu
flutt þau.

Eggert Ólafsson lýsir eldfjöllum, hverum, námum og
öl-keldum á Islandi ítarlega og miklu nákvæmar en nokkur
áður; þeir félagar gengu eins og fyrr var getið upp á Heklu
og Snæfellsjökul og skoðuðu fjölda hrauna víðsvegar um land
og l):sa þeir sumstaðar uppvörpum þeirra og eldgigum. Eggert
lýsir Surtshelli mjög nákvæmlega svo það hefir ekki verið betur
gjört siðan og hefir alveg réttar hugmvndir um myndun hans,
segir að hann sé hraunpípa, er eldleðjan hafi runnið eptir;
hann sýnir ennfremur fram á að landið hafi sokkið milli
Almannagjár og Hrafnagjár og álítur að eldfjöll hljóti að standa
í sambandi við sjóinn, bæði af því menn hafi fundið salt á
Hekluhraunum og svo gjósi eldfjöll í Skaptafellssýslum meira
vatni en komið geti af jökli þeim, sem bráðnar við gosin.
Jarðskjálftar segir Eggert séu tíðastir á Suðurlandi af því
Hekla er þar og mörg önnur eldfjöll, en honum þykir þó
kynlegt að jarðskjálftar á Suðurlandsundirlendi eru opt miklu
harðari i þeim héruðum, sem fjær eru Heklu en í hinum
næstu; þetta var alveg rétt athugun.

Eggert lýsir fjölda mörgum hverum á Islandi og leir og
hverahrúðri við þá, finnur steingjörvar jurtaleyfar við sutna
þeirra og lýsir Geysi og gosum hans nákvæmlega, einnig
hver-um í Ölfusi og á Hveravöllum. Brennisteinsnámur við Mývatn
og Kiisuvík rannsökuðu þeir félagar líka og boruðu í jörðu
nærri hverunum með jarðnafri; komust þeir að þeirri ályktun,
að hitinn lægi í jarðlögum nærri yfirborði og myndaðist þar við
nokkurskonar gerð eða ólgu efnanna en kæmi eigi djúpt úr
jörðu; þeir ætla og að jarðeldar að nokkru leyti hafi svipaðan
uppruna. Þeir rannsökuðu ennfremur ölkeldur á
Snæfells-nesi og gjörðu ýmsar efnafræðistilraunir með vatnið úr þeim.
Eggert getur víða um ýmsa steina, málm og jarötegundir,
lýsir þeim og ákveður þær og notar til þess beztu
steina-fræðisbók er þá var til eptir G. Wallerius (1709—1785); í
þeirri bók er enn ekki gjörður greinarmunur á steinum og
bergtegundum; steinafræði og bergfræði var þá enn hjá
fræði-mönnum grautað saman og þess vegna er lítið á steinafræðis-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0060.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free