- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
51

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

51

sama fleti, en síðar hafa jarðlög missígið þar stórkostlega
og við það hafa surtarbrandslögin síðar ýmislega
skakk-skotizt og komizt á ýmsa hæð1. Eggert undrast mjög
hvernig surtarbrandslögin skuli vera komin innan í mið
fjöllin undir mörg hundruð faðma berg og þó sjást lögin
áframhaldandi í fjöllunum beggja megin við dali; getur hann
þess til að þetta hafi orðið við stórkostlegar byltingar.

r t r

Á mörgum stöðum álslandi fann Eggert Olafsson skeljar í
lausum jarðlögum fjarri sjó og sumstaðar hvalbein og rekavið
og hafði slíkt ekki verið rannsakað áður. Eggert svnir fram á,
að sjór hafi fyrrum sumstaðar gengið hærra á land en nú,
liann talar um sjóleiðir á Breiðafirði, sem grynnkað hafa, um
Ölduhrygg hjá Staðarstað að hann sé gamall malarkambur,
hann talar um sjóbarða hnullunga í Olafsvíkur-Enni og
rann-sakar fyrstur skeljarnar í Hallbjarnarstaðakambi; þeir fundu
og víða skeljar á Suðurlandsundirlendi langt frá sjó og sumar
þakt arhrúðurköllum eins og þær væru nýkomnar úr sjó. Þó
vill Eggert ekki fallast á að sjór hafi náð yfir undirlendið, en
heldur að skeljarnar séu komnar uppí landið við einhverja
kynlega byltingu. Eggert hefir eins og samtíðarmenn hans
og jafnvel margir jarðfræðingar fram á 19. öld altaf einhverja
byltingu við hendina ef eitthvað er óskiljanlegt, án þess þó
að gjöra sér grein fyrir hvernig slík bylting hafi mátt verða.
Eggert tekur eptir því á Þingmannaheiði og öðrum heiðum á
Vesturlandi, að þar liggja heljarbjörg á víð og dreif á
flat-neskjunni án þess þau geti hafa hrunið úr nokkurri
fjalls-hlíð í nánd; undrast hann mjög hvernig þau megi vera
þang-að komin og ímyndar sér helzt að hafís hafi borið björgin
þangað með miklu vatnsflóði þegar sær stóð miklu hærra.
Af þessu og öðru sést að hugmyndirnar um stöðu hafsins
eru hjá Eggerti mjög á reiki. Eins og kunnugt er var það
skoðun margra jarðfræðinga á fyrri hluta 19. aldar, að slík
björg hefðu borizt með vatnsflóðum og hafís, en svo sann-

’) Th. Thoroddsen: Nogle Iagttagetser over Surtarbrandens
geo-logiske Forhold i det nordvestlige Island. Geol. Fören. Förh. Stockholm
1896, XVIII. bls. 114—54.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free