- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
60

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

60

eins og jurtaskrá Mullers, að allmargar tegundir, sem þar eru
taldar, eru naumast ákveðnar með fullri vissu. Skýrslur
þessar hafa þó mikla sögulega þýðiugu, því þar fá menn í
fyrsta sinn nokkurn veginn áreiðanlegt yfirlit yfir jurtariki
Islands. Þess má einnig geta hér, að myndir af ýmsum
ís-lenzkum jurtum fóru snemma að koma út í hinu stóra
mynda-safni »Flora Danica« og þar hafa síðan verið gjörðar myndir
af flestum jurtum í danska ríkinu. Flora Danica er þvi
aðal-rit um íslenzka grasafræði og mjög handhægt hjálparmeðal
við ákvörðun jurta. Flora Danica er heljarverk, 54 bindi í
Folio með 3240 lituðum myndatöflum; Oeder byrjaði
útgáf-una 1761 og var 1771 búinn að gefa út 10 bindi, síðan hafa
margir merkir grasafræðingar unnið að verkinu uns Johan
Lange lauk við það árið 1883.

28. Landsnefndin og aðrar sendiferðir stjórnar-

innar.

Vér höfum lauslega getið þess hér að framan hve mjög
annt stjórnin lét sér um framfarir íslands á seinni hluta 18.
aldar og hve margar tilraunir voru gjörðar landinu til
við-reisnar. Til þess að fá fulla vitneskju um ástand þjóðarinnar,
afrakstur landsins og atvinnuvegi þurfti að rannsaka margt
og grennslast eptir mörgu og svo leggja ráð á hvernig bæta
skyldi það sem aflaga fór. Hvorki stjórnin né einstakir menn
lágu á liði sínu, allt var reynt, sem menn gátu hugsað sér
að gæti orðið landinu til viðreisnar, árangurinn varð nokkur,
en þó miklu minni en við hefði rnátt búast. Frá þeim tíma
er til aragrúi af bókum, pésum og skjölum, er snerta stjórn
Islands, verzlun og atvinnuvegi, stórkostlegt efni fvrir
sögu-menn er vilja rita sögu þeirra tíma. Allt þetta verðum vér
að leiða bjá oss, en fáumst fram úr þessu að eins við það
er beinlínis snertir Ijndfræði og náttúrufræði landsins, og er
þó opt úr vöndu að ráða hvað nefna skal og hverju á að
sleppa, því þekkingin á landinu og þjóðinni er svo marg
samtvinnuð við liina almennu sögu og atvinnusöguna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0068.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free