- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
61

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

61

Hvað eptir annað gjörði stjórnin út sendimenn til íslands

til þess að grennslast eptir hinu og þessu og tii þess að leið-

beina Islendingum 1 ýmsu er framfaramennirnir í Höfn héldu

að gæti orðið að gagni. Stundum voru settar nefndir til þess

að íhuga ástand landsins og leggja ráð á hvernig bæta skyldi.

Ein hin þýðingarmesta af nefndum þessum var hin svo kall-

aða »landsnefnd« eða »Landkommission« 1770, henni voru á

hendur falin mjög margbrotin störf og út af þeim spruttu svo

ýmsar rannsóknir og sendiferðir, sem voru þýðingarmiklar

fyrir landfræði og náttúrusögu Islands. Vér verðum því dálítið

að skýra frá þessari nefnd og sýna verksvið hennar, því það

gefur ofurlitla hugmynd um viðreisnar tilraunirnar og skýrir

náttúrurannsóknir þær, sem síðar voru gjörðar. Ferðir

Eggerts Olafssonar. Bjarna Pálssonar og König’s voru mest-

megnis gjörðar í vísindalegum tilgangi og undir umsjón vís-

t

indafélagsins, en fræðimenn þeir er stjórnin sendi til Islands
á árunum 1770—1790 áttu allir að athuga verkleg efni,
bún-að, fiskiveiðar, nvtsama málma og steina og annaö þvílíkt,
en ferðir þeirra gáfu samt af sér töluverðan afrakstur fyrir
vísindin þó eiginlega ekki væri til þess ætlast.

Landsnefndin er vér gátum um var skipuð með
konungs-úrskurði 20. marz 1770 til þess að rannsaka hag Islands og
gjöra uppástungur því til viðreisnar. I þessa þýðingarmiklu
nefnd voru þrír menn kosnir: Andreas Hólt (1729—1784)
vararáðmaður frá Kristianíu, formaður nefndarinnar,
enn-fremur porhell Fjeldsted (1741—1795)1 er þá var nýorðinn
lögmaður á Færeyjum, en seinna varð stiptamtmaður í
Þránd-heimi og Thomas Windekilde, sem áður hafði verið
kaup-maður á Islandi. Erindisl>réf nefndarmanna var gefið út 22.
maí 1770 og kemur það víða við2. Af því erindisbréf þetta
er svo yfirgripsmikið að það gefur hugmynd um flestar við-

*) Um æfi hans. M. Stephensen: Lögfræðingatal. (Tímarit Bókmf.
III, bls 264—65). Autobiographia Drs. Magnúsar Stephensens.
(Tíma-rit Bókmf. IX, bls. 237-242).

J) Instruction for den islandske Landcommission d. 22. Mai 1770
(Lovsamling for Island III. bls. 665—677). Ágrip eptir Jón Eiríksson í
formála fyrir Olavii Rejse, bls. 6—14.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free