- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
67

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

67

væri að setja fiskiþorp og hvar sævarmalir væru hentugar til
fiskverkunar, Olafur átti og að rannsaka hvar rekaviður findist,
hve mikið væri af honum, til hvers hann gæti orðið notaður
og hvernig hægt væri að flytja hann þaðan kostnaðarminnst.
Ennfremur átti hann að halda nákvæma dagbók um allt það,
er hann kynni að heyra, sjá eða athuga, sem að notum mátti
verða.1

Ólafur Olafsson f’ór frá Kaupmannahöfn 3. júní og gekk á

land á Dýrafirði 16. júlí, fór þaðan Gemlufalls- og Breiðdalsheiði

t

til Skutilsfjarðar, svo yfir Isafjarðardjúp, fvrir framan
Bjarna-gnúp i Grunnavík, kringum Jökulfirði og út fyrir Bit, svo um
Aðalvík og að Höfn hjá Horni, síðan suður Strandir allt í
Steingrimsfjörð, mikið af þessu fór Olavius sjóleiðis; svo fór
hann yfir Steingrímsfjarðarheiði að Kirkjubóli í Langadal, svo
suður Skálmardalsheiði og út í Flatey á Breiðafiröi: siðan til
skips á Dýrafirði 12. september og kom til Hatnar 29.
okto-ber um haustið. Næsta sumar var Olafur aptur sendur til
íslands og átti nú að skoða Austfirði, Langanes og aðra
út-kjálka þar í kring.2 Þetta ár (1776) fór Olavius 15. júní frá
Höfn og kom á Húsavík 16. júlí, þaðan fór hann um
Mel-rakkasléttu til Þistilfjarðar og Langaness, svo til Vopnafjarðar,
yfir Fljótsdalshérað og um Austfjörðu alla leið suður í Lón,
en fór utan 7. október frá Berufirði og kom til Hafnar 6.
nóvember 1776. Sumarið 1777 var hann enn sendur til
ís-lands og skoðaði nú Norðurland, strendurnar frá Húsavík að
Steingrímsfirði; Olavius kom til Húsavíkur 26. júní, ferðaðist
svo um Evjafjörð og út i Olafsfjörð og Siglufjörð, svo um
Skagafjörð og strendur í Húnavatnssýslu og Strandasýslu að
Stað í Steingrímsfirði, þaðan fór hann til Dýrafjarðar og sigldi
þaðan og kom 24. nóvember til Hafnar, var þá ferðunum
lokið.3 Ekki getur ferðabókin nánar um sjálfar ferðirnar, svo

’) Otavius átti að hafa 1 rd. í fæðispeninga á degi, en sjátfur kosta
ferðir sinar. þó var honum lofað 100 rd. launum er hann kæmi heim.
þegar liann kom heim um haustið 1775 var honum veitt 51 rd.
upp-bót; altur ferðakostnaður hans það ár varð 300 rd , en 1776 435 rd.

’) Sbr. bréf 27. marz 1776. Lovsamling for Island.

’) 0. Olavius: Oeconomisk Rejse, bls. 7—8. Lovsamling for Island
IV, bls. 137—41, 370-372, 386-87.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free