- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
66

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

66

kvæma þess konar rannsóknir á íslandi, fyrst og fremst á
Hornströndum, því Strandir voru litt kunnar og þar höfðu
menn auk þess von um að töluverður arður gæti fengist af
rekaviði og öðru, enda hafði Skúli fógeti Magnússon látið
at-huga þar ýmislegt og hafði sérstaklega bent stjórninni á
reka-viðinn, sem hentugur gæti orðið til húsabóta og bátasmíðis i
skóglausu landi. Stjórnin þáði boð Olafs Ólafssonar og kostaði
hann til ferðarinnar, var honum einnig falið á hendur að
kvnna sér búnað á Islandi og grennslast eptir öllu því, sem
verða mætti að verklegum notum.

Ölafiir Olafsson (Olavius) var fæddur 1741 á Vestfjörðum
á Eyri i Seyðisfirði, faðir hans var Olafur lögsagnari Jónsson,
sem opt var settur sýslumaður og var búhöldur mikill, móðir

r

hans hét Guðrún Arnadóttir prests Jónssonar. Olafur lærði i
Skálholtsskóla og fór 1762 að Nesi til Bjarna landlæknis
Páls-sonar til þess að nema læknisfræði, dvaldi þar eitt ár, en
hætti svo og sigldi; var Olafur innskrifaður við háskólann
1765 og stundaði þar guðfræði og um leið búfræði og náttúru-

r

fræði. Arið 1773 stofnaði hann ásamt Boga Benediktssyni
prentverk í Hrappsey, en yfirgaf það að öllu næsta ár og seldi
Boga sinn part af því. Svo ferðaðist Olafur í 3 ár á Islandi
1775—77, varð »kammersekretær« að nafnbót 1777 og 1779
tollheimtumaður i Skagen í Danmörku; 1783 giptist hann
danskri prestsdóttur Ingeborg Dorothea Meldahl, fékk 1788
tollheimtuembætti í Mariager, en dó sama ár.1

t

Um vorið 1775 var Olavius sendur til Islands og var
honum fengið erindisbréf 26. apríl 1775.2 f*ar er honutn
falið á hendur að rannsaka allar Hornstrandir frá
Jökulfjörð-um suður að Kúvíkum, átti hann sérstaklega að grennslast
eptir eyðibæjum og líta eptir hvort engin tök væri á að byggja
þá upp aptur, ennfremur átti liann að spyrjast fyrir um hafnir
og lendingar, sker og grynningar, strauma og rastir, gjöra
skýrslur um fiskiveiðar og fiskimið, gá að livar heppilegast

J) Pjetur Pjetursson: Hisloria ecclesiastica Islandiæ, bls. 440.
Bogi Benediktsson: Sýstumannaæfir II, bls. 126—127.

2) Lovsamling for Island IV, bls. 1íj8—141.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0074.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free