- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
74

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

74

lét grafa og bora 1 jörðu og gjörði uppdrátt af námunum.
Frá Krisuvík fór Henchel til Þingvalla og skoðaði þar gjárnar
og annað fleira. Jarðfræðisálvktanir Henchels eru ekki beisnar,
þó er rétt að geta þess, að hvaða niðurstöðu hann komst í
því efni. Henchel heldur að brennisteinsnámur séu hinn fvrsti
eldfjallavisir; þegar hinn blái námuleir er orðinn svo harður,
að brennisteinsgufurnar komast ekki upp um hann, þá verða
hin neðri jarðlög heitari og þéttari og spenniaflið verður meira
og meira, i jarðlögin hleypur þá ólga, þau hristast og kviknar
í þeim, þannig myndast jarðeldar. Móbergið heldur Henchel
að sé nokkurskonar sandsteinn myndaður af vatni. þegar
þessi sandsteinsjarðlög þorna dragast þau saman og springa
og þannig heldur hann að gjárnar á Þingvöllum séu til
orðn-ar(!), en telur það mjög ólíklegt að þær hafi myndast við
jarðskjálfta. Henchel fór frá Þingvöllum 28. júlí norður fjöll,
fékk kafaldsbil á Stórasandi svo þeim lá við að villast, en
náðu þó loks tjaldstað undir Sauðafelli og þaðan gekk ferðin
slysalaust allt norður á Húsavík. Þaðan fór Henchel upp að
Mývatni og suður í Fremri-Námur um Heilagsdal, urðu þeir
að flytja með sér vatn og hev um öræfin, en ekki gat hann
dvalið þar lengi sakir snjóa og illviðra, þó lýsir hann
gígn-um Katli, sem námurnar eru í. Síðan skoðaði Henchel
Hlíðarnámur og gjörði uppdrátt af þeim og eptir að hann 29.
ágúst hafði lokið þeim starfa skoðaði hann Uxahver og síðan
Þeistareykjanámur, dvaldi þar um stund og g.jörði einnig
upp-drátt af þeim, þvi næst skoðaði hann Hallbjarnarstaðakamb,
skeljar og surtarbrand og að lokum grennslaðist hann eptir
og athugaði aðferð þá, sem notuð var á Húsavík við
brenni-steinshreinsun, lýsir því öllu ítarlega og leggur ráð á hvað
bæta skuli og hver aðferð sé heppilegust. Henchel hefir
auðsjáanlega mjög vel leyst af hendi verk það, sein honum
var á hendur falið.1

Landsnefndin átti ineðal margs annars að grennslast eptir

’) 0. Henchel’s Underretning om de Islandske Svovel-Miiner samt
Svovel-Raffineringen sammesteds, 30. Januar 1776. Skýrsla þessi er
prentuð aptan við 0. Olavii oeconomisk Rejse. bls. 665—734.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0082.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free