- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
85

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

85

stjórnin styrkti hann, og var hann jafnframt spurður til ráða
um ýmislegt. er snerti íslenzkan búnað. Ekki vitum vér glögg
deili á ferðum og störfum Þórðar í Sviariki á þessum árum,
en Uno von Troil segir 1777 að hann hafi dvalið rúm 3 ár í
Uppsölum og kynnt sig þar vel.1 Skýrslur sínar sendi hann
til stjórnarinnar árlega, notaði hún þær á ýmsan hátt og lét
auglýsa sumt á Islandi.2 Þórður var hinn eini Islendingur,
sem í þá daga stundaði náttúrufræði erlendis og hvergi gat
þá verið hentugri staður til þess náms en einmitt í Upsala,
enda leituðu menn þangað frá öllum löndum Európu til þess
að hlusta á Linné og lærisveina hans. Þórður hefir þó
auð-sjáanlega mest stundað hin verklegu vísindi eins og til stóð,
sérstaklega búfræði, og hann er hinn fyrsti lærði búfræðingur
af islenzkum mönnum.

Um vorið 1779 kom Þórður Thoroddsen aptur til Hafnar.

Þá hafði danskur maður af heldra tagi H. C. I). V. von

Levetzov (1754—1829), »kammerjunker« að nafnbót, óskað þess

i

að hann væri sendur til Islands í 11/2 ár til þess að kynna
sér ástand landsins. Levetzov varð siðan »kammerherra«
(1782) og stiptamtmaður á íslandi 1785—1789, þótti ráórikur
og bráðlyndur og gat sér lítinn orðstýr; var hann síðan í
ýmsum háum embættum i Danmörku og dó 1829.3 Stjórnin
tók vel undir umsókn Levetzov’s og minntist þess um leið,
að það væri mjög heppilegt að ungir efnilegir menn af heldra
tagi, sem vildu ganga í þjónustu ríkisins, ferðuðust og kynntu sér

samt over Kornmagaziners Anlæggelse i Island*. Kbhavn 1792 og
margar ritgjörðir í Félagsritin gömtu. Um æfi hans: P. Pjetursson:
Hist. eccles. Isl. bls. 432-433; Ný Félagsrit V, 1845.

’) »Hr. Thorotti har nágot öfver tre ár uppehállit sig i Upsala,
ocli gjordt sig dár pá ganska fördelagtig sida kjánd«. Uno von Troil:
Bref rörande en resa till Island 1772. Upsala 1777. 8vo, bls. 174.

’) í riti sínu »Tilraunir með sáðtegundir og plöntur<, Hrappsey
1779, bl. 70. scgir Magnús Ketilsson: »Thoroddi hefr innsendt
undir-vísun um þa aðferð. sem bergmeistari Hr. Bernson hefr brúkað til þess
að gjöra mjel af jarðeplum með því móti að láta þau frjósa, hvor
undir-vísun er mér af háyfirvöldunum fengin til að auglýsast«. Inntak
leiðar-vísirs þessa er prentað í sama riti á bls. 70—75.

3) Danmarks Adels Aarbog 1890, bls. 318. Bricka: Biogr. Lexicon.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free