- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
86

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

86

fjarlæga landshluta. Þórður Thoroddi var fenginn Levetzov
til fylgdar, átti hann að bera íslenzkan búnað saman við hinn
sænska, skoða brennisteinsnámur, saltverkið og verksmiðjurnar
í Reykjavík, hann átti ennfremur að gjöra uppástungur um
allt það sem hann áliti horfa til framfara. athuga náttúru
landsins og atvinnuvegi eptir þvi sem fyrir félli og vera
Levetzov til aðstoðar með íslenzkt mál og annað. Levetzov
átti að kvnna sér landsháttu, stjórnarfar og embættisfærslu á
íslandi.1 Þeir Levetzov og Thoroddi fóru til Islands um
vorið 1779, riðu fyrst til alþingis og síðan norður, Þórður
skoðaði þá meðal annars brennisteinsnámur við Mývatn.8
Svo fóru þeir aptur suður á land til vetrarsetu, en næsta
sumar, 1780, ferðuðust þeir um Vesturland og sigldu um
haustið.

Þegar Thoroddi kom aptur úr þessari Islandsferð samdi

hann rit i 3 pörtum um athuganir sinar, en það hefir aldrei
i

verið gefið út.3 I fvrsta parti kvartar höf. mjög undan þeirri
vanþekkingu á öllum búnaðarefnum, sem er ríkjandi á
Is-landi og hindrar hún mjög allar framfarir, svo tilraunir
stjórn-arinnar verða að engum eða litlum notum. Þó játar hann
að hinir verstu’hlevpidómar séu í rénun hjá sumum, þó
fram-kvæmdin sé enn engin, svo búskapurinn liggur allur í
lama-sessi. Jarðir á Islandi álítur Þórður mjög góðar í sjálfu sér,
ef þeim væri einhver sómi sýndur, og ber þær saman við
jarðir i Noregi og Svíþjóð. í þessum löndum verður að hafa
mikið fyrir áður en jarðvegur verður að notum, og er því
varla að búast við, að jarðir á íslandi séu arðberandi, þar sem
ekkert er gjört, og engin jarðrækt til. Thoroddi lýsir ferðinni
og talar um atvinnuvegi á hverjum stað, búskap, fiskiveiðar,

’) Úrskurður um ferð Levetzov’s og Thoroddi’s 10. maí 1779 í
Lov-samling for Island IV. bls. 484—485. Olavii Oeconomiske Rejse.
Formáli. bls. 182— 187. Levetzov voru veittir 1000 rd. til ferðarinnar
(mikið fé í þá daga), en Þórði 850 rd.

’) Annáll séra Magnúsar Péturssonar á Höskuldsstöðum. Hdrs.
Bókmf. i Kmhöfn nr. 149-4°. Vatnsfjarðarannáll. Hdrs. J. S. 39. fol.

3) Physisk-oeconomiske Iagttagelser paa en Rejse gjennem Island

i Aarene 1779 og 1780.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free