- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
88

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

88

eins og vanalegt er um bréf og blaðagreinir, þegar slíkt ber
að höndum, voru þær öfgabornar og allar meira og minna
skældar og óáreiðanlegar; það var því nauðsynlegt að senda
áreiðanlega menn, sem með eigin sjón og revnd gátu
rann-sakaó ástandið. Til þessarar Islandsferðar var Levetzov kosinn, sá
sem fyrr var getið, og var honum fenginn til aðstoðar ungur
og efnilegur íslendingur Magnús Stephensen (1762—1833) sá
er síðar varð svo nafnkunnur fyrir störf sin og rit. Levetzov
ritaði stjórninni og kvað sig fúsan til að fara, ef hann fengi
Magnús til fylgdar, hann væri náttúrufróður og tæki miklum
framförum í náttúruvisindum’hjá prófessor Kratzenstein.1
Magn-ús Stephensen var þá hinn eini Islendingur i Höfn, er Iagði
stund á náttúruvísindi að mun og hafði þá nýlega skrifað
rit-gjörð i »félagsritin« um »meteora«. Stjórnin ákvað að
Levet-zov skyldi athuga hið almenna ástand manna í
Skaptafells-sýslu og Ieggja ráð á hvernig hjálpa skyldi, en Magnús átti
að rannsaka gosmenjarnar, eðli þeirra og útbreiðslu.2 Magnús
átti meðal annars með jarðnafri að bora i jörðu nærri
upp-varpi jarðeldsins og grennslast eptir hvort þar væri eigi
surtar-brandur, steinkol eða asbest i jörðu, þvi i þá daga héldu
menn að þesskonar efni væri orsök jarðelda, hann átti einnig
að athuga hvort ekki væru óbrunnir steingjörvingar i
blágrýtis-súlum, þvi þá héldu margir að blágrýti væri myndaö af vatni.
Magnús átti einnig að skoða hina nýju eyju, sem upp hafói
komið við eldgos fyrir Reykjanesi 1783. en ekki gat orðið af
þvi, eyjan var sokkin þegar þeir félagar komu þangað.

Um haustið 1783, hinn 11. október, lögðu þeir Levetzov
og Magnús Stephensen út frá Kaupmannahöfn á skipi sem
átti að flytja kornvörur og húsavið til bjargar hinum
bág-stöddu, er fyrir jarðeldunum höfðu oiðió. Fengu þeir mikla
storma i hafi með snjóum og frostum, komust þrisvar undir

’) C. G. Kratzenstein var kennari i eðlisfræði við háskólann í
Kaup-mannahöfn, duglegur maður og vel að sér í mörgum greinum
náttúru-vísindanna. Kratzenstein var af þvzkum ættum f. 1728. d. 1808.

2) Lovsamling for Island IV. bls. 756-758. M. Stephensen:
Be-skrivelse over den nye Vulcans Ildsprudning i Vester Skaptefields Syssel.
Kbhavn 1785. Formáli bls. 8—14.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0096.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free