- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
94

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

94

norðurhöfum á árunum 1767 og 1768. Þeir Kerguelen de
Tremarec fengu storma mikla í hafi og kulda þegar norðar
dró, því hafís lá þá vió ísland, komu þeir um mið.jan maí

1767 upp að Suðurlandi og sigldu svo vestur fyrir land inn
á Patriksfjörð og mældu þar höfnina og næstu annes. Stormar
gengu þá miklir og urðu 36 fiskiskip að leita hælis á
Patriks-firði; segir höf. að þá hafi 80 frönsk og yfir 200 hollenzk skip
verið við fiskiveiðar á fiskimiðum við Island. Frá Patriksfirði
héldu þeir til Bergen i Noregi um miðjan júnímánuð, en komu
aptur til Islands í ágústmánuði upp undir Austfirði. Vorið

1768 fór Kerguelen de Tremarec nýja ferð tiL Islands og kom
4. júní aptur á Patriksfjörð, voru þeir við Vestfirði framan
af sumri eins og fyrra árið, brugðu sér svo til Noregs, fóru
þvínæst upp að Austfjörðum og síðan heimleiðis.

Kerguelen de Tremarec gjörði ýmsar mælingar á
Vest-fjörðum og nokkrar staðaákvarðanir, hann bendir einnig á
stórvillur i sjóbréfum þeim, sem þá voru notuð, og athugar
skekkju segulnálar, hann telur og upp helztu hafnir fyrir
austan og vestan og lýsir þeim dálítið, nöfnin eru flest bjöguð,
enda eru þau tekin eptir sögnum útlendra fiskimanna,
frakk-neskra og hollenzkra. Höf. lýsir íslandi og Islendingum
all-ítarlega, en ekki er margt nýtt í lýsingu hans, þvi hann fer
í flestu eptir Horrebow, en leitast þó við að hafa sjálfstæða
skoðun í ýmsu og er yfir höfuð að tala óhlutdrægur í
dóm-um sínum. Tremarec er alllangorður um ísmyndun, orsakir
norðurljósa o. fl. og eru skoðanir hans 1 þessu efni æði
undar-legar eins og við mátti búast. Eptir því sem höf. segir, hefir
vorið 1767 verið mjög kalt á íslandi og hafísar við land, og
lá ís á Patriksfirði 14. mai. Höf. talar um hreyfingu
skrið-jökla á Islandi og þykir hún mjög undarleg: »Ef menn t. d.
rekja spor manns, sem degi áður hefir gengið yfir þessi fjöll,
þá hverfa stundum förin allt í einu við ógurlega stóra
ís-hrúgu, sem ómögulegt er að ganga yfir, en fari maður
kring-um þenna íshól og svo upp á við hægra eða vinstra megin,
þá taka för ferðamannsins sig upp aptur á sömu hæð og í
hinni sömu beinu línu eins og hinu megin; þetta sannar að
íshrúgan var þar ekki hinn fyrra dag. Menn verða að játa

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free