- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
98

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

efnilegur maður og vel látinn.1 Erindisbréf Eyjóifs Jónssonar
er gefið út í Kaupmannahöfn i júnímánuði 17702 og átti hann
að gjöra margt, og það fleira en sjáanlegt væri að hann gæti
aðstaðið. Eyjólfur átti að mæla pólhæðir hvar sem hann gæti,
og helzt opt á sama slað; hann átti að mæla horn milli ýmsra
staða og grunnlínur og ákveða þrihyrninga, sem gætu orðið
undirstaða undir nánari landmælingu síðar. Hann átti
enn-fremur aó mæla lengdarstig þar sem hann gat því við komið
og voru honum i því skyni fengin tvö »kronometra«; hann
átti auk þess að gjöra veðurathuganir og mæla hæð fjalla,
liann átti að athuga norðurljós og einkum i hverri átt
ljós-boginn væri og á hverjum tíma, grennslast eptir hæð
sævar-falla og halda nákvæma bók yfir athuganir stnar. Þjón fékk
Eyjólfur til aðstoðar og loforð frá vísindafélaginu að það
mundi mæla með honum við stjórnina, ef hann leysti verk
sitt vel af hendi.

Það eru lítil líkindi til að Eyjólfur Johnsonius hafi getað
sinnt þessu öllu meðan á nefndarstörfunum stóð, en af því
stjórninni var umhugað um að tilgangurinn næðist var ákveðið
að Eyjólfur framvegis skyldi dvelja á íslandi og starfa að
stjörnuathugunum og mælingum; hafði hann sökum veikinda

’) I stiptsskjalasafni (VI, nr. 194) er bréf frá Magnúsi Gíslasyni
amtmanni til stjórnarinnar dags. 26. maí 1764; þar getur hann þess, að
nóg sé af málmi og málmefnum á íslandi. margar nytsamar leir- og
jarðtegundir og sumir haíi jafnvel fundið silfur. Amtmaður kvartar
undan því að slíkt sé ekki rannsakað og enginn íslendingur hafi enn
stundað námuvísindi; hann stingur því uppá. að stjórnin láti nokkra
islenzka stúdenta við háskólann stunda steinafræði og málmfræði og að
einn eða tveir af þeim séu látnir dvelja við námur í Noregi uns þeir
eru orðnir fullnuma, svo þeir geti síðar notað kunnáttu sína áíslandi;
um leið ættu þeir að læra skógarplöntun og akuryrkju. Magnús
Gísla-son getur þess að þá sé mjög gáfaður og efnilegur námsmaður við
há-skólann, sem heiti Eyjólfur Johnssonius og megi mikils vænta af honum,
ef hann fái næga kennslu, vill amtmaður senda hann til náma í Noregi
og segist fullviss um, að hann muni síðar meir finna og uppgötva
margt nýtt og nytsamlegt á Islandi.

2) Lovsamling for Island III, bls, 684—89. T’ar er prentað registur
yfir verkfæri þau. sem hann hafði meðferðis. Sbr. Olavii Oecon. Rejse.
Formáli bls. 161 — 165.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0106.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free