Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
100
sálaðist i ágústmánuði 1775, en Staðarstaður losnaði ekki fyrr
en 1796.1 Öll störf stjórnarinnar í þessu efni gengu svo
sein-látlega. að Eyjólfur mun litið hafa getað gjört og ekki var
farið að eiga neitt við byggingu stjörnuhússins þegar hann dó.2
Þó nú þetta færi svona, þá vildu visindamenn i Kaup-
• f
mannahöfn ekki láta hugmyndina um stjörnuhús á Islandi
falla niður. Horrebow, kennari í stjörnufræði við háskólann,
ritar stjórnarráðinu 4. maí 1776 og stingur uppá, að
íslenzk-um stúdent, Evjólfi Jónssyni Moe (eða Moh).3 sem lært hafi
úrsmiði í Höfn, sé veitt laun þau sem Evjólfi Johnsoniusi voru
ætluð. sem stvrkur til þess að nema stærðfræði og æfa sig í
stjörnuathugunum, hvggur Horrebow að Eyjólfur þessi muni
svo síóar geta orðið hæfur til að takast á hendur
stjörnu-fræðisembættið á Islandi. Stjórnin samþykkti veitingu þessa
ÍYrst um sinn fvrir eitt ár.4 Ekki varð þó kápan úr þessu
klæðinu: þegar Evjólfur Moe var búinn að fá styrkinn
út-borgaðan missti hann allan áhuga á stjörnufræði, vanrækti
fyrirlestra og fékkst ekki til að koma á Sívalaturn til æfinga
í stjörnufræði þrátt fvrir itrekaðar áminningar. Horrebow lét
samt ekki þar við sitja en mælti með Rasmus Lievog að hann
væri sendur til íslands vorið 1779 til þess að taka við starfi
því, sem Evjólfur Johnsonius hafði dáið frá. Horrebow segir
að Lievog hafi tekið góðum framförum í stjörnufræði og
stærð-fræði, sé æfður í stjörnuathugunum og kunni að gjöra við
verkfærin, ef á þurfi að halda. Stjórnin féllst einnig á þessa
’) Bjarni landlæknir Pálsson gelur um andlát Eyjólfs Jónssonar á
þessa leið: >Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! og svo
mun margur sakna mannæru. hugvits, lærdóms og handa Jonssoniusar.
sem allt var exstans supra vulgus og er það þó sárast að enginn er af
slíkum manni fullkomin kopían, já ekki mér sjáanlegur utanlands neinn.
sem trúandi sé fyrir hans station«. Æíi Bjarna Pálssonar bls. 97—98.
l) Uno von Troil segir, að Eyjólfur Jónsson hafi fundið upp sér-
stakan kíki og notað i hann íslenzka hrafntinnu í stað reykglers. Bref
rörande en resa til Island bls. 40 og 247.
3) Eyjólfur þessi mun hafa verið sonur Jóns conrectors Vigfússonar
i Arkvörn, hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1770 og varð siðar
skóla-haldari á Amager. Lbs. nr. 291-4°.
4) Lovsamling for Island IV, bls. 277—278.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>