- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
106

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

106

vel úr garði gjört og i því mikill fróðleikur um strendur
landsins og var það mjög gagnlegt fyrir sjómenn og
landfræð-inga, enda hið f.yrsta rit um Island af því tagi sem gefið var
út.1 I viðbæti aptan við bókina er stutt lýsing stranda og
hafna á suðurströnd Islands og Vestfjörðum og hefir höf.
safnað þar allri þeirri þekkingu. sem hann og aðrir i þá daga
höfðu aflað sér um þessi héruð. Löwenörn gaf út mörg
ágæt rit um strendur Islands og mun þeirra síðar verða getið.

30. íslenzkar landlýsingar og náttúruf’ræðisrit

eptir íslendinga.

r r

A seinni hluta 18. aldar fór menntalíf Islendinga töluvert
að dafna á ýmsan hátt og bar einna mest á því meðal
Is-lendinga í Kaupmannahöfn, enda var það eðlilegt, þar dvöldu
þá margir gáfaðir Islendingar, sumir við háskólann og sumir
að staðaldri í dönskum embættum; þar voru meiri tæki til
að afla sér menntunar heldur en heima á Islandi og hægra
var að koma þar út bókum og ritgjörðum, því
kringumstæð-urnar voru þá að mörgu örðugar heima á Fróni. Eptir miója
öldina á árunum 1750—1790 dvöldu jafnan ýmsir
framúr-skarandi Islendingar í Höfn. þar voru þeir Eggert Olafsson
og bræður hans, Bjarni Pálsson, Hannes Finnsson, og Skúli
Magnússon við og við; Jón Ólafsson frá Grunnavík var þá
enn á lifi og Sæmundur Holm dvaldi lengi erlendis, þar var
Magnús Stephensen, Ólafur Olavius, Ólafur Ólafsson, sem
seinna var á Kongsbergi, Sveinn Pálsson og margir aðrir
merkir menn, en mest kvað þó að Jóni Eirikssyni, og enginn
samtíðarmanna hans hafði jafnmikil áhrif á íslenzk mál eins
og hann.

r r

Avextir hins andlega lífs meðal Islendinga i Höfn komu

’) P. de Löivenöm: Beskrivelse over den iislandske Kyst og alle
Havne fra Fugle-Skiærene og til Stikkelsholm i Brede-Bugten med
For-klaring over deres Indseiling. Iviöbenhavn 1788-4°. 72 bls. með 14
uppdráttum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free