- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
107

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

107

bezt fyrir almennings sjónir í »Félagsritunum« gömlu.1 Jón

Eiriksson. varð forseti hins íslenzka lærdómslistafélags 1779 og

var lífið og sálin í því félagi meðan hann lifði, enda dró

mikið úr framkvæmdum þess eptir fráfall hans. Tilgangur

félagsins og rita þeirra, sem það gaf út, var aðallega að fræða

íslendinga um það, sem til gagns mátti verða, einkum i bún-

aðarefnum og iðnaði, en mörg fræðsla var þar og um önnur

efni. dálítið um sögu og bókmenntir, kvæði og almenn nátt-

úrufræði. Sumar ritgjörðirnar eru mjög fróðlegar og getum

t

vér allmargra þeirra hér í þessari bók. Hefðu Islendingar
hagnýtt sér allt til hlýtar, sem félagsritin kenndu um búskap
og iðnað, mundi margt hafa breyzt til batnaðar. Af
ritgjörð-um um almenna náttúrufræði eru þessar helztar: greinir
Stefáns Björnssonar um aflfræði og eðlisfræði og A. F. Búschings
»undirvísun í náttúrusögunni«, sem þeir Guðmundur prestur
Þorgrimsson (1753—1790) og Sveinn Pálsson sneru a íslenzku;
það var hið fyrsta yfirlit vfir náttúrusöguna, sem prentað var
á íslenzku, þá reit Magnús Stephensen »um meteora og
veðráttufar«, Stefán Björnsson um »teikn til veðráttufars af
sólu, tungli og stjörnum* og Sveinn Pálsson þýddi ritgjörð
T. Bergmanns »um þá organisku eður lifandi hluti á
jarðar-hnettinum*. Af félagsritunum má fá margbreyttan fróðleik
um atvinnuvegi á Islandi og margt er þar skráö, sem hvergi
er annarsstaðar að finna. Af ritgjörðum, sem á einhvern hátt
snerta almenna landlýsingu Islands, má helzt nefna þessar:
um meltakið í Skaptafellssýslu eptir Sæmund Holm, ritgjörðir
Hannesar Finnssonar um mannfækkun af hallærum, um
brenni-stein og um barnadauða, um æðarvarp eptir Olaf Stephensen,
um fuglaveiði við Drangey eptir Ólaf Ólafsson, ennfremur
ritgjörðir eptir Ólaf Olavius, Svein Pálsson o. fl.

Jón Eiríksson (1728—1787) var einn hinn mesti og
merk-asti íslenáingur á 18. öld og er æfiferill hans og framkvæmdir

J) Rit þess íslenzka lærdómstista félags I—XV. Kmhöfn 1781 -1798.
Um stofnun félagsins o. fl. sbr. æfisaga Jóns Eiríkssonar bls. 49—50.
148—154; hið sama er prentað aptur upp í Baldri I, bls. 47—48. 59—60:
»Agrip um lærdómslistatélagið<.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free