- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
108

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

108

svo kunnar aö þess þarf ekki að geta hér.1 Þó Jón
Eiríks-son væri ekki sjálfur landfræðingur eða náttúrufræðingur. þá
gjörði hann samt beinlínis og óbeinlínis manna mest til þess

r

að auka þekkinguna á Islandi og högum ibúanna, enda var
hann sjálfur meira og minna riðinn við allar framfaratilraunir
og var hvatamaður og frömuður margra sendiferða til Islands
og rannsókna. Eins og eðlilegt var, snerist hugur hans mest
að hagfræðinni og hefir hann sjálfur ritað allmargt um
at-vinnuvegi íslendinga. Eins og fyrr hefir verið getið, gaf Jón
Eiríksson út ferðabækur þeirra Eggerts Olafssonar og Olafs
Olavii og ritaði langan og mjög fróðlegan formála við hina
seinni bók og er þar sögð saga framfaratilrauna þeirra, sem
stjórnin lét gjöra á seinni hluta 18. aldar, einkum á árunum
1766—1780, en áður hafði Jón Eiriksson ítarlega ritað um
hinar fyrri framfaratilraunir i ritinu »0m Islands Opkomst*
eða »Deo, regi, patriæ«, sem er engu síður verk hans en Páls
Vidalíns, sem bókin er kennd við. Um þetta rit höfum vér
fyrr stuttlega getið (II, bls. 230). Jón Eiríksson lét einnig
gjöra landsuppdrætti þá, er fylgdu ferðabókurn þeim, sem
fyrr nefndum vér. og átti mikinn þátt í því að bæta þá og
auka.2 Jón Eiriksson veitti mörgum rithöfundum
leiðbein-ingar og fræðslu um íslatid og átti meðal annars töluverðan
þátt í ritum Eggers, er siðar mun getið; hann jók einnig og
leiðrétti greinirnar um Island i Danmerkurlýsingu L. Holbergs.
I frönsku tímariti, sem kom út í Kaupmannaböfn, var prentuð
lýsing Rangárvallasýslu. sem fyrr hefir verið getið (II, bls.
263), aptan við hana er stutt ágrip um akuryrkju á Islandi
til forna eptir upplýsingum, sem leitað hafði verið hjá Jóni
Eiríkssyni.1 I riti eptir Chr. F. Rottböll um böð og laugar4

Sveinn Pálsson: Æfisaga Jóns Eiríkssonar. Kmliöfn 1828-8°.
188 bls. P. Pjetursson: Historia ecclesiastica Islandiæ bls. 405—43 1.

2) 1 báskólabókasafni (»Norske Landkort* nr. 9) er uppdráttur hins
syðra hluta Noregs, sem Jón Eiríksson hefir látið geia. >Det sydlige
Norge æfter kongelig allern. Befaling ved Hjelp af gode geographiske
Korter og mathematiske Oservationer sammendraget og aflagt under
Bestyrelse af Hr. Conferenceraad I. Erichsen Aar 1785 ved C. I. Pontoppidan.

3) Mercur Danois. Aoust 1754, bls. 812-314.

4; Chr. F. Rottböll: De theoria balneorum. Hafniæ 1755-4°, bls. 7— 8.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free