- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
118

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118

þá upp kom Súla1 hvarf allt vatn so að segja burt, hann er
ei meiri þó regn sé því hann hefir ei langan farveg. í hann
rennur og ein uppspretta sem hefir 3 augu til norðurs og
buna út ofarlega í einutn litlum hamarkletti, hvert vatn hefir
komið mörgum aðframkomnum til hjálpar, af líkri náttúru er
ein uppspretta skammt fyrir vestan Kálfholt, er mikið
heil-næm hefir komið einum kvennmanni til hjálpar og heilsu
aptur, lá hún hættulega sjúk, en er hún var frísk orðin gaf
hún kirkjunni eina hina beztu jörð í Flóa. Þriðja uppsprettan er
við Feðgakvisl, vötn þessi öll ísúr á bragðið«. Um evðibyggðir
fornar segir Sæmundur þessi munnmæli: »Einhversstaðar
milli Geirlands og Leiðólfsfells á að vera eyðistaður
Helga-staðir og fleiri jarðir allar af; í Leiðólfsfelli kvað vera haugur
hans (Leiðólfs?) sunnan i fjallinu, þar var áður mikil byggð
öll burt og í Tólfahringsfjöllum langt þar í norður frá, heita
af því svo, að 12 hjáleigur lágu undir einn stað . . . enn nú
norðar kallast á Skælingum var og byggð, Búland var þá í
miðri Skaptártungu eptir allra sögu, nú lang norðast«.

Aptan við lýsingu Skaptafellssýslu er á sömu bók stutt

lýsing á Dvrhólaey,2 einkum tekið tiilit til þess hvort þar megi

hafa skipaleg; ritgjörð þessari fvlgja myndir og svo uppdrættir

t

6 grasa og lýst gagni þeirra til lækninga. I öðru handriti um
sama efni í Konungsbókhlöðu í Höfn3 eru ýmsar
viðauka-greinir, þar segir meóal annars um Búrfell í Mýrdal: »Uppi
á syðri hnúknum á þessu fjalli skal hafa verið sú bezta
vín-kelda, sem til hefir verið, en er fvrir mörgum árum burtu«.
Um fjallið Pétursey í Mýrdal segir höf., að suður af því séu
13 bæir í einu þorpi og segir Krukkspá að stvkki úr fjallinu

1774 var gos í Vatnajökli. líklega upp af Skeiðarárjökli. og jökuláin
Súla hljóp. Sæmundur heldur auðsjáanlega í ritum sínum að Súla

sé fjall.

3) Kort Beskrivelse over den saakaldte Dyrhole 0e udi Island med

4 Prospecter og 6 Urters Figurer med deres Forklaring og et Chart
over Grönland* (sem nú vantar). Havniæ 1780. S. M. Holm. Þar
fyrir aptan eru myndir ýmsra þjóðbúninga með litum og 3 völundarhús.

3) Lijtil afrissing og útmálan yfer Dyrholaey. Ny kgl. Samling nr.
1676-4°. Þar er líka uppdráttur af suðurströnd Islands frá Olfusá að
Öræfajökli fremur ómerkilegur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0126.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free