- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
121

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

121

Ýmsir aðrir íslendingar í Kaupmannahöfn skrifuðu smá-

t

ritgjörðir um sitthvað er Island snerti og skulum vér nefna
fátt eitt, er helzt kemur við efni þessarar bókar. Olafur
Ólafsson (1754—1832), sem seinna varð kennari við
námu-skólann á Kongsbergi í Noregi, ritaði ýmislegt um búnað og
hagfræði og er flest af því prentað i félagsritunurn gömlu; af
ritum hans má helzt nefna ritgjörð um fuglaveiði við
Drang-ev1 og er þar lýst hinni sérstöku og einkennilegu aðferð, er
menn þar hafa til þess að veiða sjófugla á flekum. Vigfús
Jönsson (f 1795), síðar sýslumaður í Þingeyjarsýslu, reit um
fiskiveiðar, einkum um hvali, með sérstakri hliðsjón af
Kon-ungsskuggsjá.2 Jón Sveinsson (f 1799) sýslumaður i
Suður-múlasýslu skrifaði bækling um íslenzk litunargrös;3 þar eru
talin 44 íslenzk grös, sem höf. segir að lita megi úr, þar eru
og talin nokkur íslenzk grasanöfn og fáeinir vaxtarstaðir; ritið
er ekki sjálfstætt eða bvggt á eigin rannsókn, efnið er lesið
saman úr bókum og hið íslenzka er flest tekið úr ferðabók
Eggerts og Bjarna. Jón Snorrason (1724—1771) sýslumaður i

r

Skagafirði skrifaði fróðlega ritgjörð um akuryrkju á Islandi.4

I riti þessu telur höf. fjölda af sögustöðum um akuryrkju og

greinir úr máldögum, hann telur og örnefni, sem benda á

forna akuryrkju og leitar því næst að orsökum til þess að

t

akuryrkja lagðist niður á Islandi og telur margt til, óheppilegt
stjórnarfyrirkomulag, ferðir og flakk Islendinga, ófrið á 12. og
13. öld, aðflutning korns sem áskilið var í gamla sáttmála,
stórsóttir og vanþekkingu almennings og yfirvalda. Seinast
reynir höf. að sanna að ekkert sé því til fyrirstöðu að aptur

Rit lærdómslistafélagsins III, bls. 216-229.

’■’) Wigfusris Jonæus: Dissertatio historico-oeconomica de piscatura.
Particula prima de quibusdam balænis in mari islandico captis vel ad
littora ejectis^earumque usu o. s. frv. Hafniæ 1762-4° (10 bls.).

3) Johannes Svenonius: Specimen oeconomico-botanicum de usu
plantarum ín Islandia indigenarum in arte tinctoria. Hafniæ 1776-8°
(32 bls.).

4) Johannes Snorronius: Tractatus historico-physicus de agricultura
Islandorum priscis temporibus cum sucessu usitata, postea exoleta et
jam restauranda. Havniæ 1757-8° (XVHI + 76 bls.). Sbr. Lbs. nr.
313-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free