- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
122

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

122

komist upp akuryrkja á íslandi. Pétur Thorstensen (1750—
1792)1 læknir og siðar kennari á Kongsbergi, samdi ýmsar
ritgjörðir á latinu og meðal annars eina um skakka meðferð
á ungbörnum á Islandi:2 ritgjörð þessi er þó ekki merkileg
og Hannes biskup Finnsson sýndi ágætlega, að hún hafói ekki
við mikil rök að styðjast.3 Um sjúkdóma á Islandi rituðu
þeir ýmislegt Bjarni Pálsson, Sveinn Pálsson, Jón Sveinsson
og Jón Pétursson.

Á íslandi var einnig allmargt ritað og gefið út einkum
eptir að Hrappseyjarprentsmiðjan komst á fót 1773 og síóast
á öldinni er Magnús Stephensen tók til framkvæmda. Einn
af helztu rithöfundum heima á Islandi áður en Magnús
Stephen-sen kom til sögunnar var Magnús Ketilsson sýslumaður í
Dala-sýslu, hann var sonur sira Ketils Jónssonar á Húsavík (f 1778)
og Guðrúnar Magnúsdóttur eldri, systur Skúla Magnússonar
fógeta; Magnús var fæddur á Húsavík 29. janúar 1732, fór í
Hólaskóla 1745 og útskrifaðist þaðan 1749, var um nokkur ár
skrifari hjá Sveini lögmanni Sölvasyni og sigldi til háskólans

r

1751. Arið 1754 fékk Magnús Dalasýslu, var þar síðan alla
æfi og bjó í Búðardal; 28. september 1765 giptist hann
Bagn-hildi dóttur Eggerts Bjarnasonar á Skarði, en misti hana 1793;
í annað sinn giptist Magnús Ketilsson 1795 Elínu
Brynjólfs-dóttur og andaðist 18. júli 1803. Magnús Ketilsson var mikill
lagamaður, fróður og iðinn og búhöldur hinn bezti, liggja eptir

!) Sonur gullsmiðsmeistara Sigurðar Porsteinssonar sem 1742 settist
að í Kmhöfn, varð kapteinn i borgaraliðinu og reit um gyllmgu í gömlu
félagsritin (I. bls. 20-25).

2) Petrus Thorstensen: De perversa infantum nutritione in Islandia
tanquam multorum morborum causa. Hafniæ 1772-4°. Pjetur
Thorsten-sen ritaði meðal margs annars einnig Dissertatio botanica de scirpis in
Dania sponte nascentibus. Hafniæ 1770-4° (16 bls.). Arið 1806 reit
Dr. Scheel: Om Barselkoners og spæde Börns Behandling i Island. med
Hensyn til de Midler, som kunne formindske den store Mortalitet blandt
de sidste (Nyt Bibliothek for Physik, Medicin og Oeconomie.
Kiöben-havn 1806, IX. bls. 83—94); þar í (bls. 85-91) er nákvæm og fróðleg
lýsing um siði við barnsburð og meðferð sængurkvenna á íslandi eptir
Sigríði Ö .. . yíirsetukonu á Lambastöðum.

3) Rit lærdómslistafélagsins V, bls. 115—142.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0130.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free