- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
124

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

124

i

Ekkert var í þá daga prentað um landfræði Islands, engin
lýsing á landi eða þjóð, og þó kom út 1779 stór bók um
al-menna landafræði, sem síra Gunnlaugur Snorrason prestur á
Helgafelli (f 1791) lagði út og kallaði ^heims-kringlu*,1 bók

þessi var orðin 100 ára gömul er henni var snúið á íslenzku,

t

þar ægir öllu saman og um Island er þar ekkert nema þessi
stutta grein: »ísland er 100 mílur á lengd og 60 á breidd,
það liggur under kóngenn af Danmörk og verður sundurdeilt
í 4 fjórðunga; þar eru aungver staðer, þó samt eru þar tvö
biskupsdæmi«. Búið! Það má furðu gegna að Islendingur
er lagði út jafn stóra bók skyldi eigi finna hvöt hjá sér til
þess að rita meira um föðurland sitt. Vér höfum fyrr getið

og ennfremur »Stutt ágrip um ítölu búfjár í haga með litlum viðbætir
um hrossaslátur og þess nytsemi. samantekið til reynslu og nota þeim
er slíkt girnast«. Hrappsey 1776-8° (44 bls.). »Hestabit er hagabót og
hrossaslátrið gagnsamlegt*. Hrappsey 1776-8° (40 bls.). >Heiðnir eta
hrossakjöt. Hvenær á að fara að slá*. Hrappsey 1776-8° (36 bls.).
Magnús Ketilsson taldi í bæklingum þessum mönnum meinlaust og
jafn-vel gagnlegt að nota sér hrossakjöt og hrossafeiti til matar og
ljós-metis, en af þessu urðu sumir fokreiðir og þótti slíkt hin mesta ósvinna.
Gunnar Pálsson (1714 — 1791) hinn alkunni fornfræðingur. sem þá var
prófastur í Hjarðarholti. ritaði prestum í Dalasýslu umburðarbréf gegn
slíku ódæði og átti að lesa það upp í öllum kirkjum. Bréf þetta er
prentað í síðasta ritlingnum sem vér nefndum. Gunnar Pálsson telur
hrossakjötsát »svívirðing og hneixli*, »forsmán utan lands og innan*
og segir meðal annars: »sannarlega þykir mér menn vera hér fyrir
fjárpestarinnar afléttir og önnur þolanleg kjör guðs gæzku um annað
þakklæti skyldugir en téða vanvirðu og kristindóms blygðun*.
Um-burðarbréfið endar með þessari eptirskript: »Hrossakjöts ljósmetið
kemur að sönnu siður við nostro foro; sed flamma fumo proxima, et
facilis descensus averni. Valete«.

*) Gottfried Schultzens Ny-yferskoðuð heims-kringla, hvar inne öll
keysaradæme. kóngsríke og stjórnarvelde. um heila heimenn. ásamt
trúarbrögðum. siðferðe og háttalage; líka eirnenn aller pávar, keysarar.
kongar og furstar eirn epter annan í stuttu mále, uppteiknaðir finnast.
Úr þýðsku mále útlögð á íslendsku af sira Gunnlauge Snorrasyne preste
að Helgafelle. Hvörre og filger eirn viðbætir um bibliuverk og
christne-boð í Norðurálfunne, með fleiru. Úr dönsku út lagður af þeim sama.
Hrappsey 1779-4° (328 bls. án registurs). Þýzka frumritið kom út 1673.
þegar nýlega var farið að prenta þessa bók týnaist handritið, svo síra
Gunnlaugur varð að leggia bókina út að nýju.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0132.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free