- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
126

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

126

íslandi, taldar 26 tegundir fiska, 20 ætar og 6 óætar; þá er
lýst 10 selakynjum við ísland og 30 hvalategundum, og svo
61 fuglategund. - Öll er frásögnin blandin hjátrú og
kerlinga-bókum. Um hverafugla er höf. margorður og segir að þeir
séu algengir en mjög styggir, þó hafi þeir nýlega verið skotnir
á Reykjum i Riskupstungum og höf. lýsir einum er skotinn
hafði verió á Gunnuhver á Reykjanesi af Teiti Rjörnssyni
beztu skyttu; segir höf. að fuglar þessir syndi á sjóðandi vatni
og styngi sér í það; kroppur þeirra soðnar ekki i heitu vatni,
en ef ísköldu vatni er á þá helt, þá verða þeir eptir l1/^
klukkustund sem soðnir séu, fuglar þessir eru þá ætir, en
nokkuð kuldabragð af þeim. Að lokum er eptirmáli um hinn
ágæta frjóvgunarkrapt jarðvegsins á Islandi og ýmislegt rugl
um kornyrkju. Meðal annars segir höf. að opt hafi menn í
jöklum á vorin fundið dali og smálágar algrænar af nýju grasi
þegar túnbrekkur kringum bæi ennþá ekki voru litkaðar.
Snorri Rjörnsson skrifaði lika ritgjörð um surtarbrand i
Aðal-vikursókn og er hún allítarleg. Snorri var prestur á Stað í
Aðalvík 17-11—1757 og hefir þá haft gott tækifæri til þess að
athuga surtarbrandinn; skýrsla hans er tekin úr bréfi til
Magn-úsar amtmanns Gíslasonar dags. á Húsafelli 28. marz 1760 og
er hún prentuó í riti þeirra Páls Vídalíns og Jóns Eirikssonar

r

um viðreisn Islands.1 Hér má einnig nefna rit það, er síra
porsteinn Pétursson á Staðarbakka (1711—1785) samdi 1770
og heitir »íslands afhrapi«.2 Þar er safnað saman allmiklu
ósamkynja efni og er ritið æði ruglingslegt, en höf. hefir
auð-sjáanlega verið viðlesinn. Þar er talað um afstöðu og stærð
Islands, um veðráttufar, hafísa og harðindi, eldgos, skriður,

’) Deo, regi, patriæ bls. 362—371.

2) Agrip um íslands afhrapa, það er skaða áfelli bæði jarðar, fólks
og fénaðar, allt frá landsins fyrstu bygging inn til vorra tíða. hvar
fyrir framan er nokkur undirvisun um mannsins og landsins skapnað,
veðráttufar, sólargang, himinvegi etc. og síðar um manntal, aldur,
stór-sóttir. en fram á leið um velgjörðir Friðreks fimta og þær nýju stiptanir
hér. þareptir um óvenjulegar skattheimtur og andsvör landsmanna þar
igjen. Loksins eru lærðra manna skrif um jarðakúgildi og þeirra ábyrgð
o. s. frv. Samantekið í hjáverkum á Staðarbakka A° 1770. Lbs.
nr-484-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0134.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free