- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
138

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

138

L);sing Stanley’s á Geysi og hverunum þar í kring er vel
samin og nákvæm.1 Dr. Joseph BlacTí fékk frá Stanley vatn
úr hver hjá Reykjum og Geysi til rannsókna og gjörði margar
kemiskar tilraunir til þess sem nákvæmlegast að ákveða efni
þau sem uppleyst voru.2 Segir Dr. Black að hverahrúður sá,
sem J. Banks flutti frá íslandi, hafi fyrst bennt mönnum á
að sjóðheitt vatn gat uppleyst mikið af kísilsýru úr
bergteg-undum.

Danskur kaupmaður í Ólafsvik undir Jökli Jacob Severin
Plum að nafni gaf út um aldamótin tvo bæklinga um Island;
þó rit þessi séu í sjálfu sér ekki merkileg gefa þau þó ýmsar
allgóðar upplýsingar um ástandið á Islandi i þá daga og í
þeim er líka ýmislegt er snertir landlýsingu Snæfellsness. J.
S. Plum var fæddur í Korsör 1762 og dó í Kaupmannahöfn
1805, hann kom sem verzlunardrengur til Ólafsvíkur um haustið
1779. Næsta vetur bjó Plum þar í sama herbergi einsog
undir-assistentinn og beykirinn, ofn var í herberginu en
revk-pipan brotin og enginn eldiviður til; veggir og lopt voru allan
veturinn (í 8 mánuði) þakin hrími og þumlungs þykkur is á
gluggum; þegar sunnanvindur kom með hláku voru gólf og
veggir rennandi af vatni, yfirsæng Plums var opt frosin og
hrímguð á morgnana og hendur hans skemmdust af
frost-bólgu.3 Ekki var nú aðbúnaóurinn betri hjá kaupmönnum

r

en þetta. Arið 1782 varð Plum undirassistent með 120 rd.
launum og 1785 yfirassistent með sömu launum, en þegar
»fríhöndlunin« komst á tók Plum sjálfur við verzluninni og
gjörðist kaupmaður, en litt var hann ánægður með hið nýja

r

verzlunarlag. Arið 1795 var Kristian Plum bróðir J. S. Plums
á ferð undir Ólafsvíkurenni, féll þá steinn á hann og varð

An account of the hot springs near Haukadal in Iceland: In a
second letter to Dr. Black from J. Th. Stanley. (Transactions of the
royal society of Edinburgh. Vol. III. Part 2, bls. 138—153. Bréfið dags.
30. marz 1792. lesið í félaginu 30. april 1792).

’) An analysis of the waters of some hot springs in Iceland. By
Joseph Black. (Transactions of the royal society of Edinburgh. Vol.
III. Part 2. bls. 95-126-4°. Lesið 4. júlí 1791).

3) J. S. Plum: Historien om min Handel. bls. 12.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free