- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
147

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

147

og vildi láta hegna Sveini fyrir tiltækið, en stjórninni þótti
það ei hegningarvert og vildi ekki sinna þvi.1

Til þess að framast betur i læknisfræðinni sigldi Sveinn
Pálsson til háskóians í Kaupmannahöfn 1787 og lét frá landi
með fálkaskipinu hinn 9. ágúst, urðu þeir vel reiðfara og
komu til Hafnar 31. s. m. Sveinn komst þegar inn á Garð
og tók nú af alefli að stunda læknisfræði og náttúrufræði,
sem hann hafði mikinn hug á. Um veru Sveins í Höfn
höf-um vér tiltölulega fáar fregnir. Hann hlustaði á fyrirlestra í
ýmsum greinum læknisfræðinnar og gekk á spítala og æfingar
og jafnframt fékkst hann mikið við náttúrufræði; í
steina-fræði hlustaði hannáElovius Mangor og efnafræði lærði hann
hjá J. G. L. Manthey og er til vottorð um, að hann hafi við
yfirheyrslur sýnt ágæta kunnáttu í þeirri grein. I grasafræði
naut hann tilsagnar Rottbölls og Vahl’s og hefir hann verið
mjög hrifmn af kennslu hins síðarnefnda ágæta
grasafræð-ings og viðkynning við hann, og er Sveinn í bréfum sínum
Vahl mjög þakklátur fyrir þá ásjá. sem hann hefir veitt
hon-um. Sveinn Pálsson var ekki iðjulaus árin sem hann dvaldi
í Kaupmannahöfn, því auk námsins ritaði hann margar og
langar ritgjörðir i »Félagsritin« og árgangarnir 1788 og 1789
eru að miklu leyti eptir hann.

Sveinn Pálsson hneigðist meir og meir að
náttúrufræð-inni, en það var ekki fremur þá en seinna lífvænlegt starf að
rannsaka náttúru Islands og varð Sveinn að hugsa um að
hafa eitthvað annað til lífsuppeldis. Læknisembætti á Islandi
var þá ekkert laust og eitt sinn datt Sveini jafnvel í hug að
gjörast forstöóumaóur Hólaprentsmiðjunnar gömlu, en ekkert
varð af því með þvi að allir sem til þekktu réðu honum

’) Lovsamling for Island V. bls. 502—503. Með stjórnarbréfi 22.
sept. 1787 er leyft að gjöra tilraunir með bólusetningu á Islandi og
að fyrirlagi stjórnarinnar var næsta ár prentuð í Félagsritunum (VIII.
bls. 1—25) »Ávísun um að setja bólu á íslandi«. Áður en Dr. Jenner
kenndi mönnum að nota kúabólu. höfðu menn um langan tíma
bólu-sett með bóluefni úr bóluveiku fólki og heppnaðist misjafnlega. Sbr.
Julius Petersen: Kopper og Koppeindpodning. Kbhavn 1896, bls.
80—206.

10*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0155.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free