- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
148

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

148

frá; prentsmiðjan var þá i mestu niðurníðslu, en Svein
vant-aði fé til þess að koma henni í lag.1 Þá bauðst Sveini fyrst
um sinn annar starfi, sem átti bezt við hæfi hans, og honum
var mest ánægja að. Náttúrufræðisfélagið i Kaupmannahöfn

r

fékk hann til að ferðast á Islandi til þess að gjöra þar
vís-indalegar rannsóknir og safna náttúrugripum og tók Sveinn

r

því boði fegins hendi.2 Arið 1789 stofnuðu nokkrir einstakir

menn í Kaupmannahöfn náttúrufræðisfélagið, helzt fyrir for-

gongu P. Chr. Abildgaard’s (174U—1801), menn fundu þá til

þess að náttúruvísindin áttu litið athvarf hjá stjórninni og

átti félagið að efla náttúrurannsóknir i Danmörku; félagið

ætlaöi sér að ná þessu takmarki með þvi að láta halda fvrir-

lestra i náttúrufræði. safna náttúrugripum og bókum, gefa út

timarit og styrkja vísindalegar ferðir. Hinn frægi náttúru-

fræðingur Martin Vahl (1749—1805) var lífið og sálin í félag-

inu og var hann í alla staði hinn mesti ágætismaður. Fé-

lagið stóð þó ekki lengur en til 1804. þá varð það af ýmsum

ástæðum að hætta öllum framkvæmdum. Aður Sveinn Páls-

son lagði á stað til Islands gekk hann undir próf i náttúru-

vísindum og stóðst það ágætlega, en félagið fékk honum

langt erindisbréf, sem hann átti að hegða sér eptir. Erindis-

bréf þetta ber með sér, að það var ekkert smáræði sem fé-

t

lagið ætlaðist til að Sveinn Pálsson gerði á Islandi, en Sveinn
varð að ganga að þessu af því að hann átti ekki á öðru völ,
en hann hlýtur að hafa séð í hendi sér, að bonum var
ómögu-legt að framkvæma allar ákvarðanir erindisbréfsins svo í fullu

1 bréfi frá Birni Gottskálkssyni dags. Hólum 27. sept. 1790 er
Hólaprentsmiðju lýst svo: »hér standa prenthúsin gluggalaus, veggirnir
sígnir niður frá þakinu, stilkössum samanhlaðið og slegið fyrir allt í
öðrum endanum. pressan skemmd og fordjörfuð. rammarnir riðgaðir og
svívirtir, so margt af þessu verður að finna Danskinn áður brúkað
verður*. Hdrs. Bókmf. Kmh. nr. 7 fol.

2) Sveinn Pálsson fékk 300 rd. á ári til alls, lífsuppetdis og
ferða-kostnaðar, en ekkert sérstakt fé til útgjörðar eða verkfæra. Peningar
voru þá í lægra verði en á dögum þeirra Eggerts og Bjarna og
ferðalög á íslandi miklu dýrari. Auk þess gekk stundum illa að ná fé
þessu og Sveinn varð stundum áður hann lióf ferðir að reita saman
fé með lánum uppá hinn væntanlega styrk.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0156.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free