- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
157

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

157

austur að Hemru i Skaptártungu; þaðan riðu þeir niður í
Meðalland og fóru yfir Kúðafljót á Leiðvallavaði, svo um

r

Meðalland og upp um Landbrot og Siðu. I Hverfisfljóti voru
þeir nærri búnir að missa hesta og farangur í sandbleytu og
urðu að hverfa frá, en slörkuðu þó yfir næsta dag og fóru
þá í einum áfanga austur yfir Skeiðarársand að Skaptafelli í
Oræfum um kvöldið. Ekki hélt Sveinn þar þó kyrru fvrir,
en fór austur yfir Breiðamerkursand og alla leið að
Smirla-björgum í Borgarhafnarhreppi, en ferðin gekk seint sakir i 11—
viðra og annara farartálma. I Suðursveit dvaldi Sveinn
nokkra aaga og skoðaði jökla og landslag og sjúklingar margir
leituðu til hans. Frá Smirlabjörgum sneri Sveinn aptur 21.
september áleiðis til Oræfa; fengu þeir optast illviðri og vond
vatnsföll og voru nærri farnir i Hrútá, sem þá var miklu
vatnsmeiri en nú, þó komust þeir heilir á húfi að
Skapta-felli og var Sveinn þar viku um kyrrt. Þá bjó þar Jón
bóndi Einarsson,1 sem var fræöimaður mikill og skemmtinn,
hann sagði Sveini frá mörgu um óbyggðir og jökla. Hinn
1. oktober ætlaði Sveinn að’iialda heimleiðis, gjörðu þeir þá
með lifshættu 3 tilraunir til þess að komast vfir Skeiðará, en
það tókst ekki; þeir létu þó eigi við svo búiö standa, en fóru
jökul, fyrst yfir Morsá og svo frá Jökulfelli á Skeiðarárjökul
og komu loks með illan leik hestunum milli jökulhóla og yfir
sprungur niður á Skeiðarársand; var komið myrkur er þeir
komu að Núpsvötnum og voru þau ófær, létu þeir þá
fyrir-berast um nóttina á sandeyri í ánni og slörkuðu svo yfir i
birtingu næsta morgun. Hélt Sveinn svo áfram ferðinni vestur
yfir Kúðafljót og Mýrdalssand og svo um Mýrdal og
Eyjafjalla-sveit vestur í Fljótshlíð og korn að Hlíóarenda 18. oktober.
Ferðin var mjög örðug af því svo var álióið árs, fengu þeir
opt illviðri og urðu stundum hríðartepptir á bæjum, samt
at-hugaði Sveinn allt er hægt var og leitaði upplýsinga um fjöll
og öræfi hjá kunnugustu sveitamönnum. Næsta vetur (1793
—94) dvaldi Sveinn Pálsson á Hliðarenda, fór ýmsar smá-

J) porv. Thoroddsen: Ferð um Austur-Skaplaíellssyslu og
Múla-sýslur sumarið 1894. (Andvari 1895. XX. bls. 65).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free