- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
156

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

156

niður kl. 11 um nóttina. Við jökulröndina fann Sveinn
Páls-son eigi aðrar plöntur en mýrafjólu (Viola palustris) og sóley
(Ranunculus acris) alveg stöngullausa. Eptir þessa tjallagöngu
fór Sveinn aptur upp að Heklu og komst nú upp á fjallið
27. ágúst, en fékk þó þoku nokkra og hvassviðri. Sveinn
mældi hæð Heklu og fann 5034 fet. Fjórum árum seinna
(21. ágúst 1797) gekk Sveinn aptur upp á Hekiu og fékk þá
gott veður og bezta skygni. Þaðan fór Sveinn aptur upp í
Fljótshlið til þess að safna grösum og beið þar utn tíma eptir
bréfum frá náttúrufræðisfélaginu; hafði hann ætlað að fara
austur i Múlasýslur en varð nú að hætta við þaðafþvi engin
skeyti komu frá félaginu. Til þess þó að nota timann fór
Sveinn um haustið um Vestur-Skaptafellssýslu og gjörði þar
ýmsar ágætar rannsóknir. Bréf þau setn Sveinn var að bíða
eptir höfðu komið með fálkaskipinu á réttum tíma, en lágu
allt sumarið hjá Ólafi stiptamtmanni og fékk Sveinn þau ekki
fyrr en 18 október.1

Hinn 2. september lagði Sveinn Pálsson á stað austur
Fjallabaksveg og ætlaði sérstaklega að skoða hverina í
Torfa-jökli, setn Eggert Olafsson talar um; fór hann upp
Fljóts-hlíð vestan Markarfljóts upp hjá Einhyrningi og um
Einhvrn-ingsflatir; þar eru fram með fljótinu óteljandi ból eða hellar
einsog í Þórsmörk og heita þar Þverárhellar. Síðan fóru
þeir yfir Hvítmögu og Markarfljót og á Torfamýri, þaðan fóru
þeir i góðu veðri upp í hlíðar Torfajökuls og skygndust um,
en fundu ekki hverina, setn þeir leituðu að, en aðeins mörg
gömul hverastæði. Siðan fóru þeir um Mælifellssand alit

’) þó póstgöngur ættu að heita á íslandi landsfjórðunga á milli
(þær hófust 1776). þá voru þær ekki merkilegar í þá daga. Sveinn
Pálsson segir að enginn póstur gangi reglulega nema norðanpóstur og
það sé Stefáni þórarinssyni amtmanni að þakka, hinir viti enginn nær
fari og sé aldrei ákveðið neitt um þá og ekkert auglýst; fáir gátu því
notað póstferðir og póstarnir fóru líka sinn veginn í hvort skiptið.
Sunnan-póstur. sem átti að fara fram með sjó milli verzlunarstaða var sendur
um veturinn 1792 yfir langan fjallveg, villtist og varð úti; kroppurinn
fannst um vorið. en fátt af því sem hann hafði meðferðis (Journat I.
bls. 44—45).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0164.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free