- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
160

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

160

Hinn 30. júli fór Sveinn Pálsson frá Geirlandi með
kunn-ugum fylgdarmanni og 2 mönnum öðrum upp með Geirlandsá
og svo upp á hálendið, um Geirlandshraun að LanfFelli, þar
eru mýrar miklar og upptök Geirlandsár, svo héldu þeir til
Hellisár og tjölduðu um kvöldið i rigningu hjá felli þvi, sem
heitir Galti og er stytti upp gengu þeir upp á fjallið og
skygndust um, var þaðan góó útsjón yfir neðri hluta
hrauns-ins og sáu þeir þá þegar gigjaröðina, sem þar gengur niður
hraunið. Næsta morgun foru þeir gangandi upp með
hraun-inu og var vikurinn þar enn á sléttu eptir 11 ár víða fet
á þykkt og sumstaðar lágu þar stórir steinar, sem hvitnað
höfðu af eldfjallagufum. Siðan lögðu þeir á hraunið þar sem
það var mjóst og var það mjög örðugt yfirferðar; loks
kom-ust þeir þó að gígunum og gengu upp á hinn stærsta, var
hann 30 faðmar að þvermáli og úr gjalli með flötum
hraun-botni og rauk enn víða úr sprungum; sumstaðar voru rauðir
og grænleitir hraundröngiar innan í gignum. Siðan skoðaði
Sveinn hina næstu gigi og f’ann að þeir lágu i röð frá SV.
til NA., taldi hann um 20 gigi í 2 mílna langri röð og hafði
hraun gubbast úr þeim öllum út í aðalhraunið. Sveinn
skoð-aði gigina til kvelds og sneri svo aptur að tjaldi. Hinn 1.
ágúst héldu þeir áfram ferðitini norður eptir og ætluðu upp
á Blæng, því þaðan hafði Magnús Stephensen litið yfir hraunið
1784, en í stað þess gengu þeir upp á Varmárfell og höfðu
þaðan ágæta útsjón í góðu skygni. Sá Sveinn þaðan að
giga-röðin náði upp að fjallinu Laka og að það var ekki eldfjall
einsog Magnús Stephensen hafði haldið. Magnús sá ekki
gíga-röðina og hélt að Laki væri aðaleldfjall, sem ölf hraunin
hefðu komið frá. Norður af Laka eygði Sveinn líka
áfram-hald gígaraðarinnar og sá að þaðan mundu þau hraun hafa
komið, sem runnu niður á Austur-Síðu niður með
Hverfis-fljóti. Þegar Sveinn var búinn að skygnast vel um þar efra,

1793 og 1794 (Norsk Turistforenings Aarbog for 1882). Útdráttur úr
ferðasögunni var áður prentaður i ritgjörðinni: Th. Thoroddsen: De
vulkanske Udbrud paa Island i Aaret 1783 (Geografisk Tidskrift III.
1879. bls. 67-80).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0168.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free