- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
161

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

161

sneri hann aptur til byggða og kom seint um kvöldið niður
að Geirlandi. Með ferð þessari jók Sveinn mjög þekkingu
manna um þenna hluta landsins og eldsumbrot þau, sem þar
hafa orðið; hann lýsti fyrstur vel og itarlega gígaröðinni miklu,
seni myndaðist 1783, og hafði slikum gígaröðum aldrei verið
lýst fyrr. I hinni löngu ritgjörð, sem Sveinn skrifaði um ferö
þessa, er margur fróðleikur um landslag og hraun á þessu
svæði og um áhrif eldgosanna og auk þess tekur hann rit
þeirra Sæmundar Hólms og Magnúsar Stephensens um
Skaptár-eldinn til athugunar og leiðréttir fjölda af villum. sem í þeim
eru, en kemur sjálfur um leið með margar upplýsingar af
ýmsu tægi.

Þegar Sveinn Pálsson var kominn úr fjallferð þessari
hvíldi hann sjálfan sig og hestana í tvo daga og fór svo á
stað austur í Fljótshverfi og rakieiðis austur í Öræfi. f*ar
staðnæmdist hann og vann það þrekvirki að ganga fyrstur
manna upp á Öræfajökul, hæsta fjall landsins. Frá 9. til 11.
.ágúst lá Sveinn í tjaldi hj^. eyðibænum Kviskeri og skoðaði
þar skriðjökla og jökulmenjar og safnaði grösum. Snemma
morguns hinn 11. ágúst kl. 53/4 var Sveinn albúinn til
fjall-ferðarinnar með tveim mönnum öðrum; höfðu þeir með sér
loptþyngdaimæli og hitamæli, kompás og hamar, broddstafi
og 8 faðma langan kaöal. Gengu þeir fyrst upp undirfjöll
jökulsins, sem eru mjög brött, og komu að jökulröndinni kl.
83/4 og hvíldu sig þar dálitið. Þar voru jöklasóleyjar
út-sprungnar og sumar afblómstraðar, en geldingahnappar voru
enn ekki sprungnir út. f’eir hvíldu sig á dálitilli hæð og
veitti Sveinn þvi eptirtekt, að jökullinn hafði rekið á undan
sér malargrjótshrygg upp eptir hæðinni, en síðan horfiö aptur.
Hér bundu þeir félagar sig saman með kaðlinum svo 2 faðma
bil var á milli þeirra, slikt gjöra menn á jöklum til þess hver
geti hjálpað öðrum upp úr sprungum. Þegar þeir voru
komnir nokkra faðma upp á jökulröndina gall við afarmikill
jöklabrestur einsog mesta skrugguhljóð og jökullinn titraði
undir fótum þeirra. Fylgdarmenn Sveins urðu nú skelkaðir
og vildu snúa aptur, en Sveinn gat talið þeim hughvarf, svo
þeir héldu áfram. Seinna fengu þeir að vita, að jöklabrestur

11

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0169.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free