- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
164

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164

Sléttu í Reyðarfiröi; Jón Pálsson var skynsamur maður og
þá mestur gull- og málmsmiður á Austurlandi. Þar dvaldi
Sveinn Pálsson nokkra daga og hitti þar tvo unga, efnilega
menn, sem báðir höfðu áhuga á náttúruvísindum, annan
Pétur Brynjölfsson, sem fyrr hefir verið getið og hinn Guttorm
Pálsson,1 sem var allvel að sér í grasafræði, er hann hafði
lært hjá Hannesi biskupi Finnssvni, og ferðuðust þeir með
honum um héraðið og siðan upp á öræfi.

Hinn 2. sept. fóru þeir Sveinn Pálsson upp að Snæfelli
og tjölduðu þar. ætluðu þeir næsta dag að ganga upp á Snæfell.
Hinn 3. sept. var lopt þykkt með smá skúrum og allhvasst,
þoka á Snæfelli sem þó við og við lyptist af. Þeir félagar
fóru frá tjaldi kl. 8 um morguninn i von um betra veður
eptir hádegið. Fóru þeir fyrst fram með gili norðaustan við
fjallið og svo um dal unz þeir komu að rótum Snæfells og
byrjuðu þegar uppgöngu og gekk þeim örðuglega; þar var
lausaskriða brött og klettar innan um og eptir því varð
hvass-ara sem ofar dró; komust þeir með mikilli fyrirhöfn upp að
jöklinum, en þá var veðrið orðið svo hvasst með snjó og
hagléljum, aö skarann reif í andlit þeim og var þetta auk
brettunnar og hálkunnár á ísnum þeim mjög til trafala. Loks
komust þeir upp á neðsta hjallann að norðanverðu og var
ekki til neins að reyna að komast lengra, þvi þokan náði
niður að þeim. Rokið var nú orðið svo mikið að varla var
stætt, þeir urðu í verstu byljunum aö leggjast niður og ný
bómullarnátthúa fauk af höfði Sveins, en hattana höfðu þeir
í höndunum; þeir urðu nú að grafa sér holu eða ból í
snjó-inn og létu þar fyrirberast um hríð. ]?ó þoka væri hið efra,

’) Guttormur Pálsson var fæddur á Valþjófsstað í Fljótsdal 6. janúar
1775, útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1793, sigldi til háskólans 1798, var
settur skólastjóri í Reykjavík 1801 —1804 og síðan kennari á
Bessa-stöðum 1805—1807, en þá varð hann prestur að Hólmum í Reyðarfirði.
prófastur 1817, prestur í Vallanesi 1822, sagði af sér prestsskap 1851
og dó 5. ágúst 1860. Sira Guttormur hafði töluverða þekkingu í
nátt-úrufræði og var heppinn læknir; mælt er að hann hafi skrifað
náttúru-sögu íslands, stórt rit, og lýsing Austfjarða. en hvort þau handrit nú
eru týnd eða hvar þau eru niður komin. veit eg ekki. (Sigurður
Gunnarsson:) Æfiminning sira Guttorms Pálssonar. Akureyri 1864-8°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0172.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free