- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
163

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

163

þykku og seigfljótandi ástandi. Ætli þetta sanni ekki að
nokkru leyti, aö isinn getur verið fljótandi án þess að bráðna
einsog sumar tegundir af harpeis«. Þetta var i þá daga mjög
merkileg athugun og ekki fóru náttúrufræöingar i öðrum
lönd-um að rannsaka þessa eiginlegleika issins fyrr en löngu seinna.
Efst uppi á jöklinum var isinn samsettur af einkennilegum
smáum og þunnum flögum, en neðar var hann kornóttur;
hitinn í efsta lagi hjarnsins var */2 Þó lopthitinn væri eins
mikill einsog fyrr var sagt, var þó mesta kuldanepja af
vind-inum, svo þeir héldust ekki við þar uppi nema stutta stund
og sneru aptur um kl. 12. Hjarnsnjórinn var á móti sólu og
í skjóli fyrir hinum kalda vindi orðinn svo gljúpur, að þeir á
niðurleiðinni sumstaðar fengu ófærð upp að knjám, þar sem
á uppleiðinni varla hafði verið sporrækt. Þeir hittu aptur
félaga sinn, hann var vaknaður og oróinn hress; síðan gengu
þeir að hóinum hjá jökulröndinni og hlóðu þar vörðu og
komust heim að tjaldi við Kvísker kl. 4^/2. Sveinn mældi
hæð jökulhnúksins þar sehi hann kom og fann (3060 feta hæð
og er það víst nærri lagi, úr því hæsti toppurinn er talinn
6241 fet. Sveinn var mjög glaður og ánægður yfir því hvað
þeir höfðu afrekað þenna dag, enda var öll ástæða til þess.1
Hinn næsta dag (12. ágúst) héldu þeir áfram ferðinni
austur yfir Breiðamerkursand. Jökulsá var þá ákaflega mikil
og sýndist vera ófær af vatnsmegni og jakaburði, hún
breidd-ist heldur ekki út en rann í stokk; þó enginn kunnugur væri
með þeim réðu þeir þó af að leggja út í ána, komust
slysa-laust yfir og náðu að Feili um kvöldið. Þaóan hélt Sveinn
sem leið liggur um Austur-Skaptafellssýslu á Djúpavog og
dvaldi þar viku tíma, til þess að safna geislasteinum og
grös-um, en þoka og rigning var þó optast. Þaðan sendi Sveinn
með kaupfari það, sem hann hafði safnað á þessari ferð, til
náttúrufræðisfélagsins i Höfn. Hinn 29. ágúst fór Sveinn frá
Djúpavogi yfir Öxi í Skriðdal og þaðan að Víóivöllum i
Fljóts-dal til Jóns Pálssonar hálfbróður síns, sem seinna bjó á

Sama kvöldið skrifar Sveinn Pálsson í almanak sitt: »Vorum
uppi á Öræfajökli »quo nunquam ullus mortalium venit aut veniet*.

11*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0171.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free