- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
170

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

170

sýslumann Thorarensen á Hlíðarenda og hafði þar athvarf og
vetrarsetu hin seinni ár. Vigfús var giptur Steinunni
B.jarna-dóttur landlæknis,1 hjá þeim var Þórunn yngsta barn Bjarna
og þar kynntist hún Sveini Pálssyni, tókust ástir með þeim
og giptust þau 19. oktober 1795. Þórunn Bjarnadóttir var
fædd i Nesi 16. marz 1776 og dó í Vik í Mýrdal 11. apríl
1836. 3?au Sveinn og Þórunn dvöldu næsta vetur á
Hlíðar-enda, en fluttu sig næsta vor (23. maí 1796) að Yzta-Skála
undir Eyjafjölium og fóru að búa þar; næsta haust höfðu þau
hjón alls 5 manns í heimili, 3 kvr, 4 hross og 6 ær.
Vetrar-vertið næsta vetur reri Sveinn í Njarðvík og lá opt í kulda
og illviðri heila daga og hálfar nætur vió fiskidrátt úti á Sviði.
Þrátt fyrir fátækt og búskaparbasl gleymir Sveinn ekki
vis-indunum og teiknar upp i minnisbækur sinar allskonar
fróð-leik um blómgun jurta, komu fugla og margt um sjaldgæf
grös og dýr. Milli sjóróðra og frá orfmu var Sveinn opt sóttur
tii sjúklinga og einu sinni lét Stefán amtmaður fornvinur hans
sækja hann austan úr Fljótshlið að Hvítárvöllum og um haustið
1797 fór hann rannsóknarferð til Heklu og Gevsis sem fyrr
hefir verið frásagt. Um haustið 1798 kom faðir Sveins suður
að heimsækja hann og næsta vor fór Sveinn norður að
Steins-stöðum og fór þá Kjalveg og athugaði margt í leiðinni sem
hans var von og vísa. Um haustið 1799 kom Sveinn i fyrsta
sinn til Vestmannevja, lýsir hann þar landslagi og hraunum
og finnur þar ýmsar sjaldgæfar plöntur.

A Yzta-Skála bjó Sveinn ekki nema eitt ár. en flutti sig
svo að Kotmúla i Fljótshlíð. Hingaó til hafði enginn læknir
verið á Suðurlandi nema landlæknirinn sem bjó á Nesi við
Reykjavik og náði umdæmi hans austur að Jökulsá á
Sól-heimasandi, en læknirinn i Múlasýslum hafði Skaptafellssýslur
svo sem i ofanálag. Stjórnin vildi dálitið bæta úr þessari
vandræðalegu læknaskipun og stofnaði nýtt embætti fvrir
Suðurland 4. oktober 1799, náði embætti þetta yfir Arnes-,
Rangárvalla- og Vestur-Skaptafellssýslu og Vestinannevjar i

Steinunn Bjarnadóttir f. 30. júlí 1763, gipt 3. júlí 1782, d. 9.
febrúar 1828. (Skírnir II. 1828, bls. 76).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free