- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
174

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

174

Orlaga örvar því náðu
þig aldrei að fella,
að undanfæri þinn andi
ætíð sér hafði;

var hann að leikum með liðnum
eða Ijósálfum muna,
harmanornir þá heima
hann hugðu að finna.

r

A grasaferðum sinum fór Sveinn stundum Iangt að
heim-an, í júlí 1809 fór hann t. d. um Grænafjall, Laufaleitir,
Blesa-mýri og Sultarfitjar, þá safnaði hann plöntum fyrir hinn
nafn-fræga enska grasafræðing Hooker og sendi honum þær síðar.

r

Arið 1810 hitti Sveinn hina ensku ferðamenn Mackenzie,
Holland og Bright og gaf þeim margar bendingar uin ferðalag
þeirra, hvernig það gæti orðið að sem beztum notum og
Mackenzie fékk hjá honum margar upplýsingar um jarðfræði
Islands, sem hann síðar notaði í ferðabók sinni. 1813 hitti
Sveinn Frisak í Vestur-Skaptafellssýslu, hann var þar þá við
strandmælingar og 1814 kom E. Henderson að Vik og talar
hann hlýlega um Svein og með virðingu í ferðabók sinni.1
Hinir þyzku fræðimenn Thienemann og Giinther komu einnig
að Vík 1821 og hrósa þeir líka Sveini.2 Hinn 20. nóvember
1834 fékk Sveinn Pálsson lausn frá embætti, en bjó samt eptir
það í Vik. Skúli Thorarensen sonur Vigfúsar sýslumanns tók
við embættinu eptir hann og var jafnan vinátta með þeim
einsog öðru tengdafólki frá Hlíðarenda og Bjarni Thorarensen
orti hin alkunnu fögru erfiljóð eptir Svein.3 Magnús
Stephen-sen sýslumaður á Höfðabrekku, faðir Magnúsar landshöfóingja
og sonur Stefáns amtmanns var nábái Sveins og góðkunningi
hin seinni ár. Arið 1836 rnissti Sveinn Pálsson Þórunni konu
sína (hinn 11. apríl), en sjálfur andaðist hann 4 árum seinna

»This gentleman is indisputably the first Icelander of the age
with respect to natural science. especially those departments of it which
more nearly concern his own island*. E. Heyiderson: Iceland.
Edin-burgh 1818. Vol. I, bls. 318.

2) »Eerr Paulson ist ein ebenso geschickter Chirurgus, als auch in
Naturgeschichte und Literatur seines Vaterlandes und des Auslandes
bewanderter Mann. der dabei die grösste Bescheidenheit besitzt<.
F. A. L. Thienemann und G. B. Giinther: Beise im Norden Europas
vorzuglich in Island. Leipzig 1827, bls. 328.

3) Bjarni Thorarensen: Kvæði. Kmhöfn 1884, bls. 202—203. Skírnir
1841. bls. 98—99.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0182.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free