- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
175

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

175

24. apríl 1840.1 Framan af árinu 1840 var Sveinn opt lasinn,
en haföi þangað til verið allra ferða fær; seinast skrifar hann
i almanak sitt 5. apríl 1840 og er hönd hans hvorki óstyrk
né skjálfandi þó hann væri þá orðinn gamall.

Þessu næst munum vér lauslega geta rita Sveins og er

þá ekki því að leyna, að einmitt þau af ritum hans, setn

mesta vísindalega þýðingu hafa, eru enn óprentuð. Ferðabók

Sveins Pálssónar er stórt handrit i 3 bindum í arkarbroti.2

Rit þetta er dagbók vfir ferðirnar um Island á árunum 1791

—1794, þar er nákvæmlega sagt frá ferðalaginu og náttúru-

athugunum þeim, er Sveinn gjörói; ágrip um fyrstu ferðirnar

var prentað í ritum náttúrufræðisfélagsins einsog vér fyrr
i

höfum getið. I riti þessu er einnig ýmislegt um
búnaðar-háttu á fyrri öld og ýms annar fróðleikur um þjóðina og
ein-staka menn. Aptan við feróabókina eru ýmsar greinir um
smáferðir Sveins og náttúruathuganir á árunum 1795—1797.
I almanökum3 Sveins Pálssonar er líka margur fróðleikur,
ekki aðeins um æfi sjálfs hans og störf, heldur einnig margt
annað, þar eru ýmsar fréttir innlendar og margt um
veðráttu-far og þar getur Sveinn um plöntur og dýr, er hann finnur,
um blómgunartima jurta og komu farfugla, um jarðskjálfta og

’) Sagt er um Svein, að hann haíi haft sterka foiiagatrú. þegar
hann lagðist banaleguna vitdu synir hans senda eptir Skúla lækni. en
Sveinn Pálsson bannaði það og sagði: »ef eg á að deyja, þá dey eg,
svo það er ekki til neins«. Samt sendu þeir eptir lækninum í forboði
hans og er Skúli kom inn til hans segir Sveinn: »Hvað þá! ertu
kom-inn Skúli. nú hafa strákarnir svikið mig«. Skúli var þar nú um
dag-inn og vildi Sveinn engin meðul taka. sagði að hann mundi deyja samt
og það væri ekki til neins. Loks beiddi hann Skúla að gjöra eina bón
sina, að riða austur að Höfðabrekku til Magnúsar s^’slumanns og vera
þar nokkra daga. til þess að spila og skemmta sér á annan hátt,
Magnúsi mundi leiðast og Skúli væri kærkominn gestur. »því mér
finnst eg ekki geta dáið meðan þú ert hérna Skúli frændi«. (Sveinn
kallaði Skúla alttat’ frænda þó þeir væri ekki skyldir en aðeins tengdir).
fað varð úr að Skúli fór austur að Höfðabrekku og kom svo aptur eptir
nokkra daga, en þá var Sveinn Pátsson andaður. (Eptir sögn sira Stefáns
Thorarensens á Kálfatjörn).

’) Hdrs. Bókmf. i Kmh. nr. 1—3 fol. (381 + 350 + 288 bls.).

3) Hdrs. Bókmf. í Kmh. nr. 2—4 8°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free