- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
177

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

177

um hálendið kringum jöklana. Þriðji kaflinn er um eldgos
jökla og jökulhlaup og skemmdir, er af þeim hafa hlotist, og
er þar margur fröðleikur um gosasögu og eyðing byggða.
Það var mikill skaði, að rit þetta ekki var prentað strax,

því það er í alla staði merkilegt og var um langan tima hið

»

eina rit um jökla á Islandi, sem þýðingu haföi. Sveinn
Páls-son skrifaði einnig ýmsar sérstakar ritgjörðir um eldgos á
Is-landi, hann safnaði frásögnum eldri manna um Heklu og
Kötlugos og lýsti eptir eigin sjón Kötluhlaupinu 1823, hann
reit einnig um Mývatnseldana og eldfjöllin þar í kring.1 Enn
má geta þess að Sveinn Pálsson samdi íslenzka grasafræði,
sem átti að koma á prent, en varð ei af, og er handritið nú
líklega týnt. Grasafræðiskver þetta átti aö verða 8 arkir
prentaðar; boðsbréf til bókarinnar var prentað i
Minnisverð-um tíðindum2 og dagsett 8. júni 1799. ~Bókin hét
»Grund-völlur grasafræðinnar« og var að nokkru leyti útlegging og
löguð eptir ritum Linnés; henni var skipt í 3 kafla, 1° »um
útvortis sundurliðunarfræði og lima-nafngiptir vaxtarrikis
undir-sáta yfir höfuð«, 2° »ura búskaparhætti þeirra og samlífi«, 3°
»um skipun í vaxtarriki«. Líklega hafa ekki nógu margir
áskrif-endur fengist, svo Sveinn hefir ekki treyst sér til að leggja út i
að láta prenta bókina. Þess má enn geta að Sveinn Pálsson
hélt veðurbækur i mörg ár (1799—1840) og eru þær enn til.3
Sveinn Pálsson samdi mörg alþýðleg rit og ritgjörðir um
náttúrufræði og læknisfræði; hann var prýðilega pennafær og
er málið hjá honum vanalega lipurt og látlaust og munu fáir
eða engir Islendingar fyrir og um aldamótin hafa ritað betra
og skemmtilegra mál en hann. Annars er það almennur
misskilningur að islenzka allra rithöfunda í þá daga hafi verið
stirð og vond; svo var engan veginn, Hannes Finnsson, Jón
Espólín, Sveinn Pálsson, Jón Þorláksson o. m. fl. rituðu
lag-legt mál, þó það sé nokkuð öðru visi en það sem nú er ritað,
það voru helzt sumir lögfræðingarnir sem rituðu klaufalega

M Lbs. nr. 210-4°. Hdrs. J. S. nr. 158, fol.

3) Minnisverð tíðindi II, bls. 157—158.

3) Hdrs. Bókmf. í Kmh. nr. 5 fol. og nr. 22-23-4°.

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0185.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free