- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
186

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VII. Vísindalegar rannsóknir á íslandi
á nítjándu öld (1800—1880).

A. Ferðir og rannsóknir.

33. Stutt yfirlit yfir náttúruþekking íslendinga,
rit og rannsóknir á árunum 1800—1880.

Vér höfum nú um stund fengist við að lýsa
náttúru-þekkingu íslendinga á seinni hluta 18. aldar, og höfum séð
hve margir Islendingar i þá daga höfðu nokkra þekkingu 1
náttúruvisindum, og sumir mjög mikla. Eggert Ólafsson og
Sveinn Pálsson gnæfa yfir alla landa sina, en standa þö engan
veginn einmana. Heldri menn höfðu mikla skemmtun af
alls-konar fröðleik bæði innlendum og útlendum og lögðu allmikla
stund á að auka þekkingu sina i ölium efnum og þá eigi
sizt i náttúrufræði af því menn sáu að náttúruvísindin voru
hinn eini grundvöllur, sem hægt er að byggja á verklegar
framfarir. Fröðleiksfýsnin og trúin á afl skynseminnar til þess
að bæta kjör manna var runnin sunnan frá Frakklandi og
gagntök Norðurlönd sem önnur lönd, snerti hina mörgu
íslenzku gáfumenn, er stunduðu nám við háskólann i Höfn
á seinni hluta 18. aldar og náði loks til islenzkrar alþ)?ðu.

r

Sjaldan hafa jafnmargir ágætir Islendingar verið uppi í
einu einsog i þá daga og höfum vér hér aö framan stuttlega
drepið á störf hinna helztu og getið um árangur þeirra, sem
í fyrstu var minni en skyldi. Það er einkennilegt að sjá hve
margfróðir sumir islenzkir embættismenn eru í þá daga og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0194.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free