Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
196
hluti yfir höfuð, sem á jörðunni finnast«, og hinn þriðja þátt
»um ýmislegt manneskjunni sem skynsamri veru viðvikjandi
og um mannlegar stiptanir i löndum og ríkjum«. Hitt allt
sem eptir er um almenna landaskipun og lýsing hinna
ein-stöku rikja mun Gunnlaugur Oddsen1 hafa samið. Kaflinn um
ísland (siðari partur bls. 156—308) er lang merkilegastur, er
það hin fyrsta lýsing íslands, sem prentuð var á íslenzku og
er vel samin. I lýsingu þessari er fyrst stutt yfirlit. yfir
lands-lag, en siðan allitarleg staðalýsing sýslna og héraða.2 Um
loptslag. dýr og jurtir og um þjóðina sjálfa, menningu hennar
og atvinnuvegi er þar þvínær ekkert talað, enda segir höf.
»Hvað viðvíkur ýmsum skýringargreinum um loptslag og
veðráttufar, allra þriggja náttúrurikja auðlegð og notun hennar
og meðferð, um innbyggjara og tölu þeirra, handiðnir og
al-menn störf, kaupverzlun og kaupeyri, trúarbrögð, vísindi og
x) Gunnlaugur Oddsen var fæddur 9. maí 178S á Geldingaholti í
Skagafirði. Oddur Oddsson. faðir hans. átti með konu sinni 15 börn,
hann var smiður góður en fátækur. Sambýlismaður hans hét Erlendur
Runólfsson gáfaður maður en lika fátækur. hann tók Gunnlaug til
fóst-urs og kom honum á ýmsa staði til mennta. Á vetrum fór Gunnlaugur
er hann stálpaðist suður til sjóróðra. en á sumrum var hann í
kaupa-vinnu. Gunnlaugur fór í skóla 1805 og útskrifaðist úr Bessastaðaskóla
1809; 1810 varð hann húskennari hjá skólabryta B. Halldórssyni og
tvö ár síðan skrifari hjá Carstenskjold stiptamtmanni, 1812 fór hann
utan og var húskennari hjá bróður stiptamtmannsins á Sjálandi þangað
til 1815. Svo fór Gunnlaugur til háskólans og lifði um leið á kennslu,
því engan styrk fékk hann að heiman, en gat þó um leið styrkt móður
sína og fóstra sinn. sem voru mjög fátæk og örvasa. Gunnlaugur tók
guðfræðispróf 1821 og fékkst a þeim árum mikið við ritstörf, samdi
landaskipunarfræðina. orðabók dansk-íslenzka (Kmh 1819) o. fl. Síðan
varð Gunnlaugur kennari við sjóforingjaskólann (Sökadetakademiet) og
kom unnusta hans (þórunn Björnsdóttir) til Hafnar 1818 og giptust þau
1822 og höfðu þá verið lofuð í 14 ár. Fyrir góða kennslu við
sjófor-ingjaskólann fékk Gunnlaugur 1825 nafnbótina Consistoríalassessor og
næsta ár var honum veitt Reykjavíkurbrauð. Gunnlaugur Oddsen
vigð-ist 8. júlí 1827 og andaðist 2. maí 1835. (Minning
Consistorial-Assess-ors sira Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests í Reykjavík, útgefin af
þorgeiri Guðmundssyni og þorsteini Helgasyni. Kmh. 1838. 8vo 40 bls.).
2) Lýsing íslands eptir Halldór K. Friðriksson (Reykjavík 1881) er
aðeins ágrip af lýsingu Oddsens með fáeinum breytingum og viðaukum.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>