- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
195

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

195

fyrri ritin eru aðeins 15 lítil bindi, og þó eru þar fjölda
margar greinir um náttúrufræði, einsog áður hefir verið getiö.
Nýju félagsritin eru 30 bindi (1841 —1873) og í þeim er ekki
hin einasta grein af þvi tagi nema ef telja skyldi Fréttir frá
Heklu, ferðabréf Jóns Hjaltalíns og lýsing á Sprengisandi.
Lítið er i þeim um annan fróðleik en stjórnfræði og i því
efni hafa ritin eflaust unnið landinu mikið gagn. I Fjölni er
heldur ekkert náttúrufræðislegs efnis nema hið litla. er Jónas
Hallgrimsson skrifaði. Löngu seinna bættu timaritin Gefn,
Heilbrigðistíðindi og Sæmundur fróði nokkuð úr þessu.

Þegar Rasmus Rask stofnaði bókmenntafélagið var það
eitt af því, sem honum þótti íslendinga vanta \mest, að þeir
höfóu þá enga landfræðisbók að gagni. Heimskringla
Gunn-laugs Snorrasonar var þá orðin gömul, hafói aldrei verið
merkileg og var fyrir löngu úrelt þegar hún kom út, hvað
þá heldur seinna. Það var eitt hið fyrsta verk
bókmennta-félagsins að fá menn til þess að skrifa almenna
landafræðis-bók og á árunum 1821—1827 kom út almenn
landaskipunar-fræði í 5 deildum, sem kennd er við GiinnJaug Ocldsen, sem
var aðalhöfundur bennar.1 Bók þessi mátti heita mjög góð
á þeim tíma og er enn sem komið er hin ítarlegasta
landa-fræði, sem prentuð hefir verið á íslenzku, þó efnið sé nú
eðlilega að mörgu orðið úrelt. Fyrsti partur bókarinnar er
almenn eðlislýsing jarðarinnar og hefir Grímur Jónsson {1785
—1849) amtmaður samið fyrsta þáttinn »um lögun og stærð
jarðar,svoog hennar hræringu og samband við aðra himinhnetti,
meó þar af leiðandi undirstööugreinum rímtals:« en porðnr
Sveinbjörnsson (1786—1856) háyfirdómari hefir ritað annan
þátt »um eðli lopts, lands og sjóar og um lifandi og líflausa

’) Almenn landaskipunarfræði eða geographia færð í letur af G. 0.
Oddsen o. fl. Kmhöfn 1821 — 1827 I—II. 8vo. Titilblöð hinna ýmsu
deilda eru mjög á ringli, svo ekki er gott að átta sig á þeim. Aðrar
kennslubækur í landafræði, sem síðar komu út (fyrir 1880) voru: Stutt
landaskipunarfræði handa ólærðum samin af L. St. Platou íslenzkuð af
Ólafi Pálssyni. Viðey 1843. Landafræði eptir Ingerslev þýdd og aukin
af Halldóri K. Friðrikssyni. Reykjavík 1854 og 1867. Ágrip af
landa-fræði samin eptir kennslubók E. Erslevs. Reykjavik 1878 og 1880.

13*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free