- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
198

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

198

ekki merkileg, þar er talað um lyndiseinkenni hinna f’ornu
t t

Islendinga og þeir bornir saman vió nútíðarmenn á Islandi;

þykir höf. Islendingar vera orðnir ættlerar miklir og reynir

að finna orsakir apturfararinnar. Þvínæst talar höf. dálítið

um siði og hætti Islendinga og skemmtanir þeirra einkum

um rímur, þá um stjórnarfar, um hugsunarhátt Islendinga og

og framferði og spinnur úr því ýmsar hugleiðingar og prédik-

anir. Þórður Sveinbjörnsson samdi 1838 ritgjörð »um Islands

gagn og nauðsynjar« } þar er stungið upp á ýmsu er orðið
t

geti Islendingum til framfara og viðreisnar og ýmislegt skrafað
um atvinnuvegi, löggjöf og landsstjórn. Löngu seinna (1870)
samdi Jón Sigurósson (1811—1879) stutta Islandslýsingu fyrir
útlending einn (Henry Carcenac).2 Það er sem við mátti
bú-ast vfirleitt góð og rétt lýsing á landinu, einkum að þvi er
snertir íbúana og atvinnu þeirra, þar er itarlega talað um
stjórnarfar, sögu og bókmenntir; hin eiginiega landfræöi er
styttri og hið náttúrufræóislega mjög ómerkilegt einkum
jarð-fræðin. Jón Sigurðsson þekkti allra manna bezt hag Islands
að fornu og nýju og hafði safnað dýrmætu handritasafni um
íslenzk efni og sjálfur uppteiknað margt um Island að fornu
cg nýju. en því miður var Jón Sigurðsson ekki náttúrufróóur
fremur en aðrir jafnaldrar hans, þó hann væri ágætur
vís-indamaður í öórum greinum. Við samningu þessarar bókar
höfum vér haft hin mestu not af handritasafni Jóns
Sigurös-sonar einsog sjá má af tilvitnunum.

Af almennum náttúrufræðisritum kom ýmislegt á þessu
timabili þó það væri tiltölulega fátt í samanburði við aðrar
bókmenntir. Um stjörnufræði var einna mest skráð. Björn
Gunnlaugsson ritaði Njólu, reglur til að útreikna tunglsins

Hdrs. J. S. nr. 331-4°. Hdrs. bókmf. Kmh. nr. 278-4°.

’) Jón Sigurösson: Island 1870. Hdrs. J. S. nr. 95-4°. Henry
Carcenac. De Tagriculture, de la péche. du commerce etde l’industrie
en Danemark et dans ses colonies. Paris 1870-8vo. Um ísland bls.
58—102. Carcenac hefir fengið lýsing íslands gegnum Siegwart
Peter-sen í Kristianíu, en getur ekki hins eiginlega höfundar. í hinu franska
riti er aðeins stutt ágrip af frumritinu og varla um annað talað en
at-vinnuvegina.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0206.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free