- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
205

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

205

námurnar, en þar eru og margar hugleiðingar um jarðfræði
og steinafræði, en þær eru mjög þýðingarlitiar; þó Hjaltalin
fengist allmikið viö þær fræðigreinir, þá var þekkingin ekki
mikil og hugmyndirnar mjög á flugi; yfir höfuð var Hjaltalin
ekki lagið að gagnskoða hlutina, hann lagðist sjaldan djúpt.,
en lét tilfinningarnar ráða mestu. Síðar fékkst Hjaltalin
tölu-vert við tilbúning «jods« og »glábersalts«, en tilraunir þær
fóru út um þúfur; hann hafði einnig mikinn áhaga á aó nota
ölkeldu- og hveravatn, en lítið varð úr því í framkvæmdinni.

r r

Arið 1857 fengu þeir Jón Hjaltalin og Hannes Arnason (1812
—1879) stjórnarstyrk til þess að gjöra steinafrgfeðisrannsóknir
1 Borgarfirði,1 en hvað þeim liefir orðið ágengt vitum vér ekki.
Jón Hjaltalin var glaðlyndur og vinfastur og uppáhald allra er
þekktu hann, hann var snyrtimaður hinn mesti í framgöngu,
talaði vel útlend mál, var fljótgáfaður og tjörugur og unni
landinu mjög. Af föðurlandsást hans spratt eflaust hin
merki-lega tröllatrú, sem hann hafði á námum og öðrum
náttúr-unnar fjársjóðum, sem hann hugði að Island hefði að geyma,2
en aldrei datt honum i hug að leggja niður fyrir sér hina
praktisku hlið málsins, kostnað og ábata, og var í þessu efni
mjög »íslenzkur«. Ahugi og dugnaður Jóns Hjaltalins var
allrar virðingar verður, hann gjörði miklar tilraunir til þess
að fræða landa sina í náttúruvísindum og gaf út tvö
tíma-rit3 i þeim tilgangi og er í þeim margur fróðleikur, en líka
margt léttmeti. Auk þess ritaði Jón Hjaltalin fjölda smá-

J. H. 1000 rd. til ferðarinnar og 500 rd. þóknun (Lovsamling for
Is-land XV. bts. 93—96, 573-54).

^) Lovsamling for Island XVII. bls. 161 — 163.

2) í erfiljóðum eptir Jón Hjaltatín lýsir Mattias Jockumsson þessu
mjög vet: »Landið þitt var allt þitt yndi, önd þin fló með
vængj-um þöndum allan geim. í guðlegum draumi glóði land og framtíð

þjóða; gull þér skein i fornu fjalli, fólginn auður í jörðu snauðri, undra
magn i ám og lindum. eðalsteinar í foldar-beini.« Kvæði 1884 bls. 319.
Námutrúin breiddist frá Dr. Hjaltalin út um landið og er ekki alveg
útkulnuð enn. Sbr. Gestur Pálsson: Menntunarástandið á íslandi.

Fyrirlestur. Reykjavík 1889, bls. 11-12.

5) Heilbrigðistíðindi I—III. Reykjavik 1871 — 1873. IV. 1879-8vo.
Sæmundur fróði Reykjavik 1874-8vo.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0213.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free