- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
206

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

206

greina í blöð og timarit1 og var tilgangur flestra þeirra
að leiðbeina Islendingum til framfara í verklegum efnum.
Um lækningar ritaði hann margt og mjög var honum
um-hugað um að verja landið gegn ösönnum áburði
útlend-inga. þessvegna skrifaói hann sérstakan ritling móti C. W.
Paijkull hinum sænska.2 Hjaltalin ritaði einnig nokkrar
smá-greinir um eldgos á íslandi í útlend timarit. Með þvi að
koma á læknaskóla og læknaskipun vann Jón Hjaltalin
Is-landi mikið gagn.

34. Útlendir ferðamenn á árunum 1800—1836.

t

I byrjun 19. aldar ferðuðust ýmsir enskir frædimenn til
íslands og juku þeir töluvert þekkinguna um landið. Þessir
menn voru alvarlegir fræðimenn, sem vildu vinna vísindun-

um gagn og tókst það að mörgu levti. Þó síðar hafi komið

t

til Islands mesti sægur enskra ferðamanna, þá hafa þeir allir
staðið langt á bak þessum hinum fyrstu og tiltölulega mjög
litið aukið hina visindalegu þekkingu um Island. Um það
leyti sem ófriðurinn stóð milli Dana og Englendinga fór margt
á ringulreið á Islandi, verzlunin tepptist og hagur manna
var að mörgu örðugur. Englendingar höfðu þá mikið að
segja hér við land, einsog bezt sást við Jörundar-uppþotið,
en aldrei hugsuðu þeir þó um að Ieggja landið undir sig, þó
það hefði verið hægt þar sem engar varnir voru fyrir. Ferðir
enskra vísindamanna til íslands snemma á öldinni voru
nokkurskonar áframhald þeirra rannsókna, er þeir Banks og
Stanley og félagar þeirra höfðu áður gjört á 18. öld og eru
ferðabækur þessara manna að mörgu fróðlegar ekki aðeins
fyrir landfræðinga heldur og fyrir sögumenn, því í þeim er
sagt frá mörgu er snertir ástand Islands á þeim timum.

r

A skipi því, sem flutti Jörgensen Hundadagakonung til

*) Rit Jóns Hjaltalins smá og stór eru talin í Andvara XI. bls. 14
— 19. XII. bls. 184—185.

3) Jón Hjaltalin: Docent Paijkulls »En Sommer i Island<.
Reykja-vík 1867 32 bls. 8vo.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0214.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free