- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
213

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

213

stærri yfir suðvesturhluta landsins þar sem þeir félagar
ferð-uðust.

Hér munum vér aðeins geta nokkuð itarlegar um hinn
jarðfræðislega árangur ferðarinnar. I þann mund voru um
Európu allharðar deilur meðal jarðfræðinga um myndun
blá-grýtis og höfum vér fyrr getið þess stuttlega (III. bls. 15).
Skotar héldu þvi fram að blágrýtiö væri myndað af eldi og
fundu þeir Mackenzie á Islandi ýmsar sannanir fyrir þeim
málstað. Mackenzie hefir um jarðfræðisleg efni rhjög
svip-aðar skoöanir eins og Sveinn Pálsson og hefir auösjáanlega
fengið leiðbeiningu hans um ýmislegt, er jarðfræðislega
þýð-ingu haföi, en þó getur Mackenzie þess ekki. Mackenzie
talar fyrst allitarlega um deilur þeirra vísindamanna, er fylgja
Werner og Hutton og færir svo ýms rök fyrir þvi að
hrafn-tinna og vikur séu mynduð af eldi og lýsir Hrafntinnuhrauni,
hann gjörði og tilraunir með að láta mikinn hita verka á
hrafntinnu svo hún varð að vikri og sömu tilraunir gjörði
hann með bikstein. en þaö var miklu örðugra. Mackenzie
kemst að þeirri niðurstöðu að blágrýtislög og móberg muni
vera mynduð við gos á mararbotni og hélzt sú skoðun langt
fram eptir 19. öld. Höf. talar allítarlega um blágrýtisfjöll,
finnur geislasteina, kalkspath og kvarts í holum blágrýtis,
lýsir súlum basaltsins og athugar blágrýtissúlur í Viðey, sem
klofna i plötur; hann segir aö blágrýtislögin séu vanalega 25
—30 fet. á þykkt og opt séu rauðleit móbergslög milli þeirra.
Mackenzie gekk upp á Akrafjall og sá þar margt, sem
hon-um þótti merkilegt. Lögin hallast inn á við og hérumbil 800
fet upp eptir fjallinu eru blágrýtislög 10—40 feta þykk og
þunn rauð móbergslög á milli, sem eigi voru þvkkri en eitt

r

fet. A leiðinni fundu þeir mikió af gjalli, sem þeir skildu
ekki i hvaðan væri komið, af því þeir sáu engin merki uppá
eldsumbrot, en ofan til í fjallinu sáu þeir blágrýtislög með
þykkum gjallskánum og svo fundu þeir 4 feta þykkan gang
með glerskán á takmörkum, er lá þvers upp i gegnum þessi
gjallkenndu blágrýtislög. Svipaðar gjallskánir fundu þeir á
blágrýti i Esju og einnig gjallsora neðan á blágrýtislögum við
Krisuvík, viö í’jórsá, í Búlandshöfða og víðar. Vestan i Esju

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0221.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free