- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
227

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

227

Aó öllu samtöldu er ferðabók Thienemann’s ein af hinum

. r

beztu, sem rituð hefir verið um Island á þýzku, frá öllu er
þar sagt glöggt og greindarlega og mjög fáar villur eru í
bók-inni; að því er snertir lýsingu á þjóðhögum íslendinga er
bókin nú náttúrlega úrelt. Thienemann segir meðal annars
um Islendinga. að þeir séu jafnan alvörugefnir og rólegir og
betur menntaðir en bændur almennt gerast í útlöndum, hann
þykist og hafa orðið var við, að Islendingar urðu því kátari
og fjörugri þvi verra sem veðrið var, jafnt á sjó sem landi!
Yfirleitt ber Thienemann Islendingum vel söguna og hrósar
þeim sérstaklega fyrir gestrisni og hjálpsemi; í dómum sínum

um það sem fvrir augun ber, er hann jafnan sanngjarn og nær-

t

gætinn. Fvrir dýrafræði Islands hafði ferð þessi allmikla
þýð-ingu, einkum að þvi er snerti spendýr og fugla, einkum lýsir
Thienemann selategundum ítarlega og gaf út sérstakt rit um
spendýrin íslenzku með mörgum myndum1; þar lýsir hann
meðal annars íslenzkri músategund (mus islandicus), sem
hann hvggur nýja og sérstaka tegund, en aðrir ætla hana
af-brigði ein. Um fugla er mjög mikið i ferðabókinni, einkum
um lifnaðarhætti þeirra: þar eru og allmargar jurtir taldar,
sem ’þeir félagar fundu hér og hvar um landið og sumstaðar
er getið um vaxtarstaði sjaldgæfra grasa2. I jarðfræði og
landfræði er mjög litið að græóa á bókinni; höf. hefir
auð-sjáanlega ekki verið neinn jarðfræðingur og eru hugmyndir
nans i því efni stundum nokkuð barnalegar: hann heldur að
jarðhitinn auki jökla og imyndar sér að hverir standi í
sam-bandi við vatnsæðar. sem gangi út frá eldfjöllunum. Aðalefni

’) F. A. L. Thienemann: Naturhistorische Bemerkungen gesammelt
auf einer Reise in Norden Europa’s vorziiglich in Island in den Jahren
1820 bis 1821. 1. Abtheilung Sáugethiere mit 22 illuminirten und
schwarzen Kupfertafeln. Leipzig 1824. Ritið átti að verða stærra, en
aframhaldið hefir mér vitantega ekki komið út.

1) Thienemann fann Saxifraga aizoides fyrir austan Dimmafjallgarð
og getur þess að sú jurt sé einkennileg fyrir Austurland, hann tann
Saxifraga Cotyledon á nesinu milli Breiðdals og Berufjarðar, Senecio
vulgaris hjá Höfðabrekku og Rosa pimpinellœfolia hinn 27. ágúst hjá
Seljalandi eptir tilvísun Sveins Pálssonar og var hún þá með ávöxtum,
Linum catharticum hjá Skógum o. s. frv.

13*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0235.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free