- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
239

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

239

borðum og þegar rignir klæóast þeir sauðskinnsstökkum og
brókum. Frá Siglufirði fór höf. út að Siglunesi, þar lágu
fiskkasir í fjörunni, en ekki mátti slægja fiskinn því þá var

r

sunnudagur. A Siglunesi voru þeir nætursakir og tala þeir
mikið um bóndadóttur hve hún hafi verið lagleg og um ljóta
kerlingu á bænum, að því er kom til laglegu stúlkunnar þótti
þeim góður hinn íslenzki siður að kveðjast með kossi, en
þótti lakara að þurfa að fá koss kerlingar í ofanálag. Frá
Siglunesi fór höf. sjóveg til Eyjafjaröar og svo noréur aö
Uxahver og lýsir honum; á Akureyri fengu þeir sér hesta og
fylgdarmann, borguðu fylgdarmanni 1 rd. um daginn og 2
mörk fvrir hvern hest; höf. hrósar mjög hinum íslenzku
hestum, en segir að Islendingar fari illa með þá. Frá
Uxa-hver fór höf. út á Húsavík, þar var þá sláturstíö og mörg
tjöld aðkomumanna, en af því rigningar gengu þá daga, þá
lánaói verzlunarstjóri bændum pakkhús til ibúðar og var þar

r

glatt á hjalla og sungið alla nóttina. A Húsavík skoðaði höf.
brennisteinsverkið: brennisteinninn var þveginn, síðan bræddur
og svo stevptar úr honum stangir. Frá Húsavík fór höf. aptur
til Akureyrar og þaðan næsta dag áleiðis til Danmerkur á
kaupfari, sem lá þar seglbúið.

r

A þvi tímabili, er hér ræóir um, komu út fáeinar
sér-stakar bækur um Island eptir menn, er ekki höfðu ferðast út
hingað og skal hinna helztu getið. Friedrich Ekkard (1744:—
1819) reit Islandslýsingu dálitla1 á árunum 1813—1815 og er
hún fremur liðlega samin og er efnið allt tekið úr ferðabókum
Eggerts Olafssonar. Hooker’s, Mackenzie’s og Henderson’s. en
engu nýju bætt viö. Þá reit Vargas Bedemar greifi (1770—
1847) árið 1817 lýsingar á eldtjailagrjóti islenzku2 og bætti
þar við nokkrum jarðfræðishugleiðingum. Bedemar fékk í

’) Dr. Friedfich Ekkard: Islands Natur und Yolkskunde nebst der
wesentlichsten Oerterkunde aus neuern Beobachtungen geschöpft
be-sonders aus denen drei gelehrter Skoten. 1.—2. Háft. Kopenhaven(l)
1813—l815-12mo (136 + 56 bls.).

J) Vargas Bedemar: Om vulcaniske Producter fra Island.
Kjöben-havn 1817-8vo (IV + 57 bls.). Smbr. Litteraturtidende for 1819 bls.
145-153. 171 — 175.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0247.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free