- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
240

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

240

hendur steinasafn, er Castenschiold stiptamtmaóur hafði flutt
frá IslandiT voru í því mörg sýnishorn bergtegunda, en þess
var ekki getið hvaðan steinarnir voru teknir. Lýsing
bergtegundanna er allvei samin eptir þekkingu þeirra tima,
en er nú eðlilega alveg þýðingarlaus. Hinar jarðfræðislegu
hugleióingar eru nokkuð ruglingslegar eins og eðlilegt var á
þeim tímum, en það er þó auðséð að höf. hefir verið
viðles-inn og allvel að sér i steinafræði og jarðfræði. Um það levti
stóðu deilurnar milli »neptunista« og »plutonista« um
mynd-un blágrýtis sem hæzt, og ber þetta rit glöggar menjar þeirrar
deilu: höf. hallast he’idur að »plutonistum« að minnsta kosti
að þvi er Island snertir, sem hann heldur að mest sé myndað
af eldi og færir ýms rök fyrir þvi; hann reynir að íara
milli-veg og játar aö sumt blágrýti muni hafa myndast af vatni, en
flest þó af eldgosum, sem hann hyggur muni stafa af
efnabreyt-ingum innan i jörðinni; afleiðingin af þessu er þó eðlilega
sú, að höf. sumstaðar kemst í hálfgerðar ógöngur. G. Garlieb
(1787—1870) forstöðumaður postulínsverksmiðjunnar i
Kaup-mannahöfn gaf 1819 út bók um eldfjöll á íslandi, hveri,
öl-keldur, brennisteinsnámur og surtarbrand.1 Rit þetta er
all-gott yfirlit yfir þekkinguna i þeim greinum, efninu er safnað
saman úr ferðabókum og öðrum ritum og ber bókin kosti
og bresti frumritanna, því ekki gat höf. af eigin rammleik

r

leiórétt þaó sem ranghermt var. I inngangi er vfirlit yfir
skiptingu landsins og svo kemur aðalkaflinn um eldfjallasögu
og er þar að mestu farið eptir riti Halldórs Jakobssonar, en
þó höfð hliðsjón af öðrum bókum, þá eru hverir og ölkeldur
taldar eptir sýslum og því næst surtarbrands getið á sama
hátt, en aptan vió er yfirlit yfir hin helztu rit um ísiand.
Bók Garlieb’s hefir i þá daga verið allgóð og .hentug
hand-bók fvrir þá er vildu kvnna sér hið helzta, er menn vissu,

» r

um þessar greinir af náttúru Islands. Arið 1824 kom ut

’) G. Garlieb: Island riicksichtlich seiner Vulkane. heissen Quellen.
Gesundbrunnen. Schwefelminen und Braunkohlen. Freyberg 1819-8vo
(VI 140 bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0248.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free